Enski boltinn

Tottenham marði Sunderland

Tottenham lagði Sunderland 1-0 á heimavelli sínum í dag með marki varamannsins Roman Pavlyuchenko hálftíma fyrir leikslok.

Það tók langan tíma fyrir Tottenham langan tíma að opna þétta vörn Sunderland en eftir að ísinn var brotinn var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda, aðeins hversu stór hann yrði.

Tottenham heldur þar með sínu striki í toppbaráttunni og fór upp fyrir Chelsea í þriðja sæti auk þess sem liðið á leik til góða gegn Everton. Sunderland er í 16. sæti, stigi frá fallsæti.



Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×