Ólafur Stefánsson: Ólíklegt að ég verði með Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. desember 2011 08:00 Ólafur Stefánsson er andlegur leiðtogi landsliðsins og hans verður klárlega sárt saknað ef hann fer ekki til Serbíu. Mynd/Vilhelm „Það eru ansi litlar líkur á því að ég verði með. Þetta er eiginlega búið,“ segir Ólafur Stefánsson við Fréttablaðið spurður um líkurnar á því að hann spili með íslenska landsliðinu á EM í Serbíu í janúar. Ólafur er nýbyrjaður að spila eftir langvinn meiðsli.* „Gummi þjálfari vill halda þessu eitthvað opnu en það er samt ólíklegt að ég verði með. Gummi vill líklega sjá hvernig ég verð næstu tvær vikur. Þetta kemur í ljós en líkurnar eru litlar.“ Landsliðsfyrirliðinn segir ekki koma til greina að fara með hópnum til Serbíu verði hann ekki í standi til þess að spila með liðinu. „Ég ætla ekki að vera neinn túristi þarna. Ég vil frekar vera hér í Danmörku og byggja upp hnéð meðan á mótinu stendur. Ég held það sé skynsamlegra því þá eru meiri líkur á að ég geti spilað í undankeppni Ólympíuleikanna og nýst mínu liði betur á árinu. Ég verð að sýna félaginu smá virðingu líka. Það er því ekkert skynsamlegt að fara á þetta mót eða verða aðstoðarþjálfari, þriðji valmöguleiki eða álíka. Ef ég fer þá yrði það til þess að spila,“ segir Ólafur en er Guðmundur landsliðsþjálfari að leggja hart að honum að vera með? „Nei, hann skilur þetta fullkomlega og þetta er ekkert vandamál. Við erum ekki búnir að ræða þetta til enda samt.“ Ólafur er duglegur að mæta í lyftingasalinn og á réttri leið þó svo að hann vilji ekki tjá sig mikið um meiðslin. „Ástandið er bara eins og það er. Meira vil ég í raun ekkert segja um það. Nú verð ég bara að sýna hvernig ég er,“ segir Ólafur en hann segist vera að æfa vel. „Annars vil ég bara sem fæst orð hafa um meiðslin. Ég er löngu hættur að meta mig og sáttur við hverja æfingu og hvern leik. Ég vil spila og láta verkin tala,“ segir Ólafur og bætti við. „Maður er ekkert í neinum yfirlýsingum eftir að hafa verið meiddur. Þá vill maður vinna í sínu, segja minna og sýna meira. Það er hverjum manni hollt eftir svona pakka. Ég er búinn að læra margt af þessu mótlæti og Danirnir verið góðir við mig. Vonandi heldur ástandið að batna og næsta ár verði mjög gott.“ Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Sjá meira
„Það eru ansi litlar líkur á því að ég verði með. Þetta er eiginlega búið,“ segir Ólafur Stefánsson við Fréttablaðið spurður um líkurnar á því að hann spili með íslenska landsliðinu á EM í Serbíu í janúar. Ólafur er nýbyrjaður að spila eftir langvinn meiðsli.* „Gummi þjálfari vill halda þessu eitthvað opnu en það er samt ólíklegt að ég verði með. Gummi vill líklega sjá hvernig ég verð næstu tvær vikur. Þetta kemur í ljós en líkurnar eru litlar.“ Landsliðsfyrirliðinn segir ekki koma til greina að fara með hópnum til Serbíu verði hann ekki í standi til þess að spila með liðinu. „Ég ætla ekki að vera neinn túristi þarna. Ég vil frekar vera hér í Danmörku og byggja upp hnéð meðan á mótinu stendur. Ég held það sé skynsamlegra því þá eru meiri líkur á að ég geti spilað í undankeppni Ólympíuleikanna og nýst mínu liði betur á árinu. Ég verð að sýna félaginu smá virðingu líka. Það er því ekkert skynsamlegt að fara á þetta mót eða verða aðstoðarþjálfari, þriðji valmöguleiki eða álíka. Ef ég fer þá yrði það til þess að spila,“ segir Ólafur en er Guðmundur landsliðsþjálfari að leggja hart að honum að vera með? „Nei, hann skilur þetta fullkomlega og þetta er ekkert vandamál. Við erum ekki búnir að ræða þetta til enda samt.“ Ólafur er duglegur að mæta í lyftingasalinn og á réttri leið þó svo að hann vilji ekki tjá sig mikið um meiðslin. „Ástandið er bara eins og það er. Meira vil ég í raun ekkert segja um það. Nú verð ég bara að sýna hvernig ég er,“ segir Ólafur en hann segist vera að æfa vel. „Annars vil ég bara sem fæst orð hafa um meiðslin. Ég er löngu hættur að meta mig og sáttur við hverja æfingu og hvern leik. Ég vil spila og láta verkin tala,“ segir Ólafur og bætti við. „Maður er ekkert í neinum yfirlýsingum eftir að hafa verið meiddur. Þá vill maður vinna í sínu, segja minna og sýna meira. Það er hverjum manni hollt eftir svona pakka. Ég er búinn að læra margt af þessu mótlæti og Danirnir verið góðir við mig. Vonandi heldur ástandið að batna og næsta ár verði mjög gott.“
Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Sjá meira