Ólafur Stefánsson: Ólíklegt að ég verði með Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. desember 2011 08:00 Ólafur Stefánsson er andlegur leiðtogi landsliðsins og hans verður klárlega sárt saknað ef hann fer ekki til Serbíu. Mynd/Vilhelm „Það eru ansi litlar líkur á því að ég verði með. Þetta er eiginlega búið,“ segir Ólafur Stefánsson við Fréttablaðið spurður um líkurnar á því að hann spili með íslenska landsliðinu á EM í Serbíu í janúar. Ólafur er nýbyrjaður að spila eftir langvinn meiðsli.* „Gummi þjálfari vill halda þessu eitthvað opnu en það er samt ólíklegt að ég verði með. Gummi vill líklega sjá hvernig ég verð næstu tvær vikur. Þetta kemur í ljós en líkurnar eru litlar.“ Landsliðsfyrirliðinn segir ekki koma til greina að fara með hópnum til Serbíu verði hann ekki í standi til þess að spila með liðinu. „Ég ætla ekki að vera neinn túristi þarna. Ég vil frekar vera hér í Danmörku og byggja upp hnéð meðan á mótinu stendur. Ég held það sé skynsamlegra því þá eru meiri líkur á að ég geti spilað í undankeppni Ólympíuleikanna og nýst mínu liði betur á árinu. Ég verð að sýna félaginu smá virðingu líka. Það er því ekkert skynsamlegt að fara á þetta mót eða verða aðstoðarþjálfari, þriðji valmöguleiki eða álíka. Ef ég fer þá yrði það til þess að spila,“ segir Ólafur en er Guðmundur landsliðsþjálfari að leggja hart að honum að vera með? „Nei, hann skilur þetta fullkomlega og þetta er ekkert vandamál. Við erum ekki búnir að ræða þetta til enda samt.“ Ólafur er duglegur að mæta í lyftingasalinn og á réttri leið þó svo að hann vilji ekki tjá sig mikið um meiðslin. „Ástandið er bara eins og það er. Meira vil ég í raun ekkert segja um það. Nú verð ég bara að sýna hvernig ég er,“ segir Ólafur en hann segist vera að æfa vel. „Annars vil ég bara sem fæst orð hafa um meiðslin. Ég er löngu hættur að meta mig og sáttur við hverja æfingu og hvern leik. Ég vil spila og láta verkin tala,“ segir Ólafur og bætti við. „Maður er ekkert í neinum yfirlýsingum eftir að hafa verið meiddur. Þá vill maður vinna í sínu, segja minna og sýna meira. Það er hverjum manni hollt eftir svona pakka. Ég er búinn að læra margt af þessu mótlæti og Danirnir verið góðir við mig. Vonandi heldur ástandið að batna og næsta ár verði mjög gott.“ Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
„Það eru ansi litlar líkur á því að ég verði með. Þetta er eiginlega búið,“ segir Ólafur Stefánsson við Fréttablaðið spurður um líkurnar á því að hann spili með íslenska landsliðinu á EM í Serbíu í janúar. Ólafur er nýbyrjaður að spila eftir langvinn meiðsli.* „Gummi þjálfari vill halda þessu eitthvað opnu en það er samt ólíklegt að ég verði með. Gummi vill líklega sjá hvernig ég verð næstu tvær vikur. Þetta kemur í ljós en líkurnar eru litlar.“ Landsliðsfyrirliðinn segir ekki koma til greina að fara með hópnum til Serbíu verði hann ekki í standi til þess að spila með liðinu. „Ég ætla ekki að vera neinn túristi þarna. Ég vil frekar vera hér í Danmörku og byggja upp hnéð meðan á mótinu stendur. Ég held það sé skynsamlegra því þá eru meiri líkur á að ég geti spilað í undankeppni Ólympíuleikanna og nýst mínu liði betur á árinu. Ég verð að sýna félaginu smá virðingu líka. Það er því ekkert skynsamlegt að fara á þetta mót eða verða aðstoðarþjálfari, þriðji valmöguleiki eða álíka. Ef ég fer þá yrði það til þess að spila,“ segir Ólafur en er Guðmundur landsliðsþjálfari að leggja hart að honum að vera með? „Nei, hann skilur þetta fullkomlega og þetta er ekkert vandamál. Við erum ekki búnir að ræða þetta til enda samt.“ Ólafur er duglegur að mæta í lyftingasalinn og á réttri leið þó svo að hann vilji ekki tjá sig mikið um meiðslin. „Ástandið er bara eins og það er. Meira vil ég í raun ekkert segja um það. Nú verð ég bara að sýna hvernig ég er,“ segir Ólafur en hann segist vera að æfa vel. „Annars vil ég bara sem fæst orð hafa um meiðslin. Ég er löngu hættur að meta mig og sáttur við hverja æfingu og hvern leik. Ég vil spila og láta verkin tala,“ segir Ólafur og bætti við. „Maður er ekkert í neinum yfirlýsingum eftir að hafa verið meiddur. Þá vill maður vinna í sínu, segja minna og sýna meira. Það er hverjum manni hollt eftir svona pakka. Ég er búinn að læra margt af þessu mótlæti og Danirnir verið góðir við mig. Vonandi heldur ástandið að batna og næsta ár verði mjög gott.“
Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira