Fleiri fréttir

Brynjar og félagar töpuðu í framlengingu

Brynjar Þór Björnsson og félagar í Jämtland Basket þurftu að sætta sig við 88-92 tap í framlengingu á móti Uppsala Basket í kvöld í mikilvægum leik á milli liðanna í áttunda og níunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta. Þetta var fjórði heimaleikur Jämtland í röð sem tapast.

Sundsvall vann í framlengingu á móti Norrköping

Sundsvall Dragons eru sterkir á heimavelli og sýndu það enn á ný í sigri á Norrköping Dolphins, 87-79, í framlengdum leik í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Sundsvall var búið að tapa tveimur útileikjum í röð en var þarna að vinna áttunda heimasigurinn í aðeins níu leikjum.

Maldini: Bale kann ekki að verjast

Ítalska goðsögnin Paolo Maldini er ekki sammála Harry Redknapp, stjóra Spurs, um að Gareth Bale geti orðið góður bakvörður síðar meir.

Silva vill vera hjá Milan til 2020

Brasilíski varnarmaðurinn Thiago Silva er himinlifandi hjá AC Milan og stefnir að því að vera hjá félaginu til ársins 2020. Leikmaðurinn hefur verið orðaður meðal annars við Barcelona en það hefur ekki komið honum ur jafnvægi.

Aron Pálmarsson: Vinnum AG ef við spilum okkar leik

Aron Pálmarsson var í viðtali hjá HBOLD.dk í tilefni af því að Aron og félagar hans í THW Kiel taka á móti dönsku meisturunum í AG Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni á sunnudaginn. AG er í efsta sæti riðilsins einu stigi á undan Kiel.

Hülkenberg og Di Resta keppa með Force India 2012

Force India Formúlu 1 liðið staðfesti í dag að Nico Hülkenberg og Paul Di Resta keppa með liðinu á næsta keppnistímabili. Þar með er ljóst að Adrian Sutil sem var keppnisökumaður á þessu ári með liðinu verður það ekki á næsta ári. Hulkenberg var varaökumaður liðsins í ár, en fær nú sæti keppnisökumanns í stað Sutil.

Dalglish: Downing hefur verið óheppinn

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, er hæstánægður með Stewart Downing það sem af er leiktíðar þó svo hann segi að Downing hafi verið svolítið óheppinn.

Paul heillaðist af sögu Clippers

NBA-stjarnan Chris Paul endaði hjá litla bróðir í Los Angeles, Clippers, á meðan stóri bróðir, Lakers, sat aldrei þessu vant eftir með sárt ennið.

Ljóst hvaða lið mætast í Flugfélags Íslands Deildarbikarnum

HSÍ hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram hvaða fjögur karlalið og fjögur kvennalið munu taka þá í Deildarbikar HSÍ sem fer fram eins og áður á milli jóla og nýárs. Í ár líkt og í fyrra ber keppnin heitið Flugfélags Íslands Deildarbikarinn.

Stanslaust hringt í nýliðann Vergne eftir ráðningu

Jean Eric Vergne verður nýliði sem keppnisökumaður í Formúlu 1 á næsta ári með Torro Rosso liðinu. Hann varð meistari í Formúlu 3 í Bretlandi 2010 og náði markverðum árangri á æfingum ungra ökumanna í Abú Dabí eftir síðustu Formúlu 1 keppni ársins á dögunum..

Jakob og Helena valin Körfuknattleiksfólk ársins 2011

Jakob Sigurðarson og Helena Sverrisdóttir hafa verið valin körfuknattleiksmaður og körfuknattleikskona ársins 2011 af KKÍ. Þetta er í fyrsta sinn sem Jakob er valinn en Helena var nú valin sjöunda árið í röð. Jakob endaði fjögurra ára sigurgöngu Jóns Arnórs Stefánssonar í þessu árlega kjöri.

Ólafur Stefánsson og Sigfús báðir í 28 manna forvalshóp fyrir EM í Serbíu

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta hefur tilkynnt hvaða 28 leikmenn koma til greina í sextán manna hóp hans fyrir Evrópumótið í Serbíu sem hefst í næsta mánuði. Guðmundur varð að senda forvalslista sinn inn til EHF og hann getur ekki kallað á aðra leikmenn þegar hann velur lokahóp sinn.

HM 2011: Hvaða lið fara í úrslitaleikinn í Brasilíu?

Það ræðst í kvöld hvaða lið leika til úrslita á heimsmeistaramótinu í handbolta kvenna í Brasilíu. Báðir undanúrslitaleikirnir verða sýndir á Stöð 2 sport og ítarleg umfjöllun verður á milli leikja í þættinum Þorsteinn J og gestir. Danir og Frakkar eigast við kl. 19.15, og Norðmenn leika gegn Spánverjum kl. 21.50.

Bendtner og Cattermole skemmdu saman bíla á bæjarrölti í Newcastle

Nicklas Bendtner og Lee Cattermole eru ekki í alltof góðum málum því BBC segir frá því að þeir hafi verið handteknir í gær grunaðir um að hafa skemmt bíla í miðbæ Newcastle. Báðir eru lausir gegn tryggingu og geta því spilað með Sunderland um helgina þegar liðið mætir Tottenham á White Hart Lane.

Evrópudeildin: Man. Utd mætir Ajax | Man. City gegn Porto

Nú í hádeginu var dregið í Evrópudeild UEFA. Bæði var dregið í 32-liða og 16-liða úrslit keppninnar og óhætt er að segja að drátturinn hafi vakið meiri athygli en oft áður í ljósi þess að bæði Manchesterliðin voru í pottinum.

Donovan kemur til Everton í janúar

Everton fær fínan liðsstyrk eftir áramót en Bandaríkjamaðurinn Landon Donovan hefur samþykkt að spila með liðinu á nýjan leik.

Sjúkraþjálfari sem varð að knattspyrnustjóra

Nigel Adkins hefur náð afar eftirtektarverðum árangri á stuttum ferli sem knattspyrnustjóri. Í dag stýrir hann Southampton sem trónir á toppi ensku B-deildarinnar en fyrir rúmum fimm árum starfaði hann sem sjúkraþjálfari hjá Scunthorpe í C-deildinni.

Fer Þórir með Noreg í úrslit?

Þórir Hergeirsson á möguleika á því að koma norska kvennalandsliðinu í úrslitaleikinn á HM þegar Noregur mætir Spáni í undanúrslitum á HM kvenna í Brasilíu í kvöld.

Jóhann Berg og félagar í AZ fóru áfram í Evrópudeildinni

Hollenska félagið AZ Alkmaar tryggði sér sæti í 32 liða úrslitum Evróudeildarinnar með því að gera 1-1 jafntefli á heimavelli á móti úkraínska liðinu Metalist Kharkiv í kvöld. Metalist var þegar búið að tryggja sigur í riðlinum en AZ náði öðru sætinu á markatölu.

Umfjöllun og viðtöl: Grótta - FH 24-27

FH-ingar tryggðu sér sæti í deildarbikarnum milli jóla og nýárs með því að vinna 27-24 útisigur á botnliði Gróttu í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Grótta tapaði þarna sínum ellefta deildarleik í röð en FH-ingar voru nálægt því að missa frá sér sigurinn í lokin.

Birmingham og Tottenham úr leik - úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld

Ensku liðin Birmingham og Tottenham duttu bæði út úr Evrópudeildinni í kvöld og fóru því sömu leið og Fulham í gær. Stoke var því eina enska liðið sem komst upp úr sínum riðli. Rubin Kazan, Club Brugge, AZ Alkmaar og Udinese voru síðustu liðin til þess að tryggja sæti í 32 liða úrslitunum í lokaumferðinni í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 30-27

HK tryggði sér þátttökurétt í deildarbikarnum með sigri á Fram í N1-deild karla í kvöld. Með sigrinum fór HK um leið upp í annað sæti deildarinnar.

Töp hjá bæði Helga og Loga

Íslendingaliðin 08 Stockholm HR og Solna Vikings töpuðu bæði í kvöld í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en Helgi Már Magnússon og félagar í 08 Stockholm HR voru búnir að vinna sex leiki í röð og áttu möguleika á því að komast upp í annað sæti deildarinnar. Loga Gunnarssyni og félögum í Solna Vikings liðinu hefur gengið illa á útivelli í vetur og það breyttist ekki á móti toppliði Borås Basket.

Fimmti leikurinn í röð án sigurs hjá FCK

FC Kaupmannahöfn náði ekki að enda á sigri í síðasta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kövld það var þegar ljóst fyrir lokaumferðina að FCK sæti eftir í B-riðlinum og að Standard Liege og Hannover 96 færu í sextán liða úrslitin. FCK tapaði 0-1 á heimavelli á móti belgíska félaginu Standard Liege.

Stórsigur Tottenham dugði ekki - úr leik í Evrópudeildinni

Fyrri leikjapakka kvöldsins í Evrópudeildinni er lokið og þar var aðeins eitt laust sæti í boði í 32 liða úrslitin. Standard Liege og Hannover voru komin áfram úr B-riðli og sömu sögu er að segja af PSV Eindhoven og Legia Varsjá í C-riðli. Spennan var hinsvegar í A-riðlinum þar sem Tottenham þurfti á hálfgerðu kraftaverki að halda. Tottenham vann 4-0 útisigur á Shamrock Rovers en það dugði ekki því Rubin Kazan náði 1-1 jafntefli á móti PAOK.

Westwood grátlega nálægt því að koma í hús á 59 höggum

Englendingurinn Lee Westwood lék ótrúlegt golf á tælenska meistaramótinu í dag og var aðeins einu höggi frá því að koma í hús á 59 höggum. Hann lék holurnar 18 sem sagt á 60 höggum eða 11 undir pari. Hann er með fimm högga forskot eftir daginn.

Villa líklega frá keppni í hálft ár

Spánverjinn David Villa verður líklega frá keppni næsta hálfa árið en hann fótbrotnaði í dag í leik Barcelona gegn Al-Sadd í heimsmeistarakeppni félagsliða í Japan.

Rossi ætlar að ná EM næsta sumar

Ítalski framherjinn Giuseppe Rossi er bjartsýnn á að ná fullri heilsu á nýja árinu og hann verði kominn í nógu gott stand til þess að komast í ítalska landsliðið fyrir EM næsta sumar.

Ungu strákarnir streyma í KR | Atli skrifar væntanlega undir á eftir

Rúnar Kristinsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara KR, er að yngja upp í leikmannahópnum sínum því tveir ungir landsbyggðarmenn hafa þegar samið við félagið og Þórsarinn Atli Sigurjónsson verður væntanlega sá þriðji en KR-ingar hafa boðað til blaðamannafundar seinna í dag.

Chelsea íhugar að gera tilboð í Higuain

Chelsea hefur sem fyrr mikinn áhuga á argentínska framherjanum Gonzalo Higuain hjá Real Madrid og íhugar nú að gera tilboð í leikmanninn í janúar.

Barcelona og Real Madrid hafa engan áhuga á Torres

Það er mikið rætt núna hvert Fernando Torres fari í janúar en hermt er að Chelsea sé til að selja hann á 20 milljónir punda enda hefur leikmaðurinn engan veginn staðið undir væntingum hjá félaginu.

Totti íhugar að yfirgefa Roma

Francesco Totti hefur komið öllum í opna skjöldu á Ítalíu með því að viðurkenna að hann íhugi nú að yfirgefa félagið sem hann hefur leikið með allan sinn feril.

Arsenal óttast ekki að missa Van Persie

Forráðamenn Arsenal segjast ekki hafa neinar áhyggjur af því að Hollendingurinn Robin van Persie yfirgefi herbúðir félagsins næsta sumar. Van Persie er samningsbundinn til 2013. Persie hefur verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur og skorað 23 mörk í öllum keppnum það sem af er vetri.

Messi og Neymar mætast í úrslitum | Villa meiddist illa

Það verða Barcelona og brasilíska liðið Santos sem leika til úrslita í heimsmeistarakeppni félagsliða. Barcelona lagði Al-Sadd, 4-0, í dag. Adriano skoraði tvö mörk og þeir Keita og Maxwell komust einnig á blað.

Sjá næstu 50 fréttir