Handbolti

Rúnar heitur í sigri Bergischer | Jafnt hjá Hannover

Rúnar og félagar fögnuðu í kvöld.
Rúnar og félagar fögnuðu í kvöld.
Bergischer vann mikilvægan sigur á Hüttenberg í kvöld á meðan Hannover-Burgdorf missti unnin leik gegn Gummersbach niður í jafntefli.

Leik Hannover og Gummersbach lyktaði með 33-33 jafntefli. Hannover var yfir lengstum en Gummbersbach vann lokakaflann og tryggði sér eitt stig.

Hannes Jón Jónsson skoraði 4 mörk fyrir Hannover, Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði 3 og Vignir Svavarsson bætti einu við.

Bergischer vann nauman útisigur gegn Hüttenberg, 32-33. Rétt eins og Hannover leiddi Bergischer allan leikinn og var nærri búið að missa sinn leik niður í jafntefli.

Rúnar Kárason var sjóðheitur í liði Bergischer og skoraði mest allra í liðinu eða 6 mörk.

Bergischer er í fjórtánda sæti og Hannover í sætinu fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×