Enski boltinn

Ferguson ekki að fara á taugum

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segist ekkert vera að fara á taugum þó svo hann sé búinn að missa fjölda leikmanna í meiðsli upp á síðkastið.

Darren Fletcher verður líklega lengi frá, Nemanja Vidic spilar ekki meira í vetur og svo eru Tom Cleverley, Anderson, Michael Owen og tvíburnarnir Rafael og Fabio líka meiddir.

"Við erum ekkert að fara á taugum. Auðvitað er freistandi að kaupa leikmann ef rétti maðurinn er til staðar en hvað á að gera ef svo er ekki? Við ætlum ekkert að grenja yfir þessari stöðu sem upp er komin. Maður verður einfaldlega að taka á vandamálinu," sagði Ferguson sem hefur trú á þeim leikmönnum sem eru til staðar.

"Við erum með leikmenn sem geta borið þetta lið uppi og höfum trú á þessum mönnum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×