Enski boltinn

Létt hjá Liverpool

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Liverpool vann þægilegan 2-0 sigur á Aston Villa á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Það tók Liverpool aðeins tvær hornspyrnur og fimmtán mínútur að gera út um leikinn gegn bitlausu liði Aston Villa.

Craig Bellamy skoraði fyrra markið af stuttu færi á 11. mínútu eftir hornspyrnu frá hægri og fjórum mínútum síðar skallaði Martin Skrtel hornspyrnu Bellamy frá vinstri í netið. Liverpool fékk fjölda færa til að bæta við mörkum en stöngin og sláin kom í veg fyrir að liðið skoraði fleiri mörk.

Aston Villa reyndi hvað liðið gat að minnka muninn en besta færi liðsins kom í upphafi leiks þegar Emile Heskey skallaði laust og beint á Pepe Reyna markvörð Liverpool frá markteig.

Með sigrinum er Liverpool aðeins þremur stigum frá Meistaradeildarsæti en Aston Villa er í tíunda sæti tíu stigum á eftir Liverpool og fátt sem bendir til annars en að liðið verði um miðja deild allt fram á vor.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×