Fótbolti

Góður sigur hjá Kára og félögum

Kári Árnason.
Kári Árnason.
Kári Árnason og félagar í Aberdeen höfðu betur gegn Guðlaugi Victori Pálssyni og félögum hans í Hibernian í skoska boltanum í dag.

Lokatölur 1-0 en það var Scott Vernon sem skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 59. mínútu.

Kári lék allan leikinn fyrir Aberdeen en Guðlaugur Victor mátti gera sér að góðu að sitja á tréverkinu til enda.

Aberdeen er í níunda sæti deildarinnar en Hibernian því ellefta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×