Fótbolti

Jóhann Berg lék fimm mínútur í tapleik

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Jóhann Berg á góðri stund með AZ
Jóhann Berg á góðri stund með AZ MYND/AFP
Jóhann Berg Guðmundsson lék fimm síðustu mínúturnar þegar AZ Alkmaar tapaði 2-1 fyrir NAC Breda á útivelli í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

NAC Breda komst yfir á 31. mínútu leiksins en Brett Holman jafnaði metin fyrir AZ á síðustu andartökum fyrri hálfleiks. Milano Koenders tryggði NAC Breda sigurinn á síðustu mínútu leiksins og annað tapið í fjórum leikjum hjá AZ staðreynd.

AZ er sem fyrr á toppi deildarinnar, fjórum stigum á undan PSV sem sækir Heerenveen heim síðar í dag.

Kolbeinn Sigþórsson er enn fjarri góðu gamni vegna meiðsla hjá Ajax en það kom ekki að sök í dag þegar Ajax rúllaði yfir Den Haag 4-0 í Amsterdam í dag. Ajax komst náði þar með Twente að stigum í þriðja til fjórða sæti deildarinnar fimm stigum á eftir toppliði AZ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×