Enski boltinn

Petr Cech gaf Wigan stig

Sturridge skorar hér fyrir Chelsea.
Sturridge skorar hér fyrir Chelsea.
Chelsea náði ekki að fylgja eftir sigrinum á Man. City er það sótti Wigan heim í dag. Petr Cech gerði slæm mistök undir lok leiksins og Wigan náði að jafna. Lokatölur 1-1.

Daniel Sturridge kom Chelsea yfir með huggulegu marki á 59. mínútu. Hann afgreiddi þá þröngt færi glæsilega í fjærhornið.

Undir lokin náði Cech síðan ekki að halda saklausu skoti og Jordi Gomez náði frákastinu og jafnaði leikinn.

Gríðarleg vonbrigði fyrir Chelsea sem er í þriðja sæti deildarinnar.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×