Enski boltinn

Wenger: Leikurinn í dag er stórt próf fyrir okkur

Arsenal mun treysta á Van Persie í dag.
Arsenal mun treysta á Van Persie í dag.
Stórleikur dagsins er viðureign er Arsenal og Man. City í dag. City tapaði loksins leik er það spilaði gegn Chelsea og verður áhugavert að sjá hvernig liðið mætir til leiks i dag.

Arsenal hefur verið á mikilli siglingu eftir að liðið var niðurlægt á Old Trafford, 8-2, og með sigri í dag nær Lundúnaliðið að saxa á forskot City og kveikja von um að liðið geti keppt um titilinn.

"Við verðum að nálgast City á töflunni til þess að vera í bardaganum um titilinn. Eins og stendur erum við að berjast um sæti í Meistaradeildinni næsta vetur en við viljum meira. Það er gott tækifæri í þessum leik til þess að taka skref í rétta átt," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal.

"Þetta lið er svo sannarlega á réttri leið og verður gaman að sjá hvernig við stöndum okkur í þessu risaprófi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×