Fleiri fréttir

Fá bóluefni send í pósti

Heilbrigðisyfirvöld í Noregi hafa varað fólk við því að fá sent til sín inflúensubóluefni í pósti frá öðrum löndum. Bóluefnið Pandemrix hefur verið notað gegn svínaflensunni en einhverjir hafa brugðið á það ráð að útvega sér annað lyf í pósti.

Tala látinna komin upp í 147

Tala látinna í Írak er komin upp í 147, en tvær öflugar sprengjur sprungu í miðbæ Bagdad, höfuðborgar Íraks, í morgun. Um er að ræða mannskæðasta hryðjuverk sem framið hefur verið í Írak í tvö ár.

Aðallífvörður Jóhannesar Páls páfa látinn

Camillo Cibin, yfirmaður lífvarðarsveitar Jóhannesar Páls páfa II, lést í morgun, 83 ára að aldri. Camillo Cibin var meðal annars viðstaddur þegar reynt var að ráða páfann af dögum árið 1981. Cibin lét af störfum árið 2006 eftir 58 ára störf í öryggisvarðarsveit Vatíkansins. Greint var frá andláti Cibin í Vatican Radio í morgun en ekki hefur verið greint frá dánarorsök.

Bílstjórar óttaslegnir í Árósum

Århus Sporveje, sem er strætisvagnafyrirtæki í Árósum, á í mestu vandræðum með að fá strætisvagnabílstjóra til þess að keyra á tilteknu svæði í borginni. Ástæðan er sú að strætisvagnabílstjórar óttast óeirðir á svæðinu.

GSM símar geta verið hættulegir

Þeir sem nota GSM síma til langstíma eiga hættu á að fá krabbamein síðar á ævinni, samkvæmt langtímarannsókn sem breska blaðið Daily Express segir frá. Rannsóknin, sem verður birt síðar á þessu ári, bendir til þess að tengja megi mikla notkun farsíma við heilaæxli.

Ellefu ára gömul móðir

Ellefu ára gömul búlgörsk stúlka eignaðst dóttur í gær og var útskrifuð af spítalanum í dag. Hún mun innan skamms giftast barnsföður sínum sem er nítján ára gamall.

Þrír handteknir grunaðir um hryðjuverkastarfsemi

Þrír menn voru handteknir í húsi í Wales í dag grunaðir um hryðjuverkastarfsemi. Tveir mannanna eru tuttugu og fjögurra ára gamlir en sá þriðjir er fjörutíu og eins árs. Þeir voru í upphafi handteknir í Blackwood í Suður-Wales vegna gruns um fíkniefnamisferli en við nánari eftirgrennslan var hryðjuverkasveit lögreglunnar kölluð til.

Rosa flott strætóskýli

Vinirnir Reg Crampton og Colin Collier sem eru sjötíu og eins og sjötíu og fimm ára gamlir, fylgdust áhugasamir með þegar starfsmenn vegagerðarinnar settu upp glæsilegt strætisvagnabiðskýli í smábænum Ryhill í Suður-Yorksskíri.

Sonur Frakklandsforseta minnkar við sig

Sonur Nikulásar Sarkozy forseta Frakklands hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir formennsku í nefnd sem stýrir auðugu úthverfi í París.

Mjög umdeild starfsmannastefna Northwest Airlines

Rannsókn er hafin á undarlegu flugatviki sem átti sér stað í Bandaríkjunum á dögunum. Farþegaþota Northwest Airlines sem var á leið frá San Diego til Minneapolis kom ekki inn til lendingar heldur flaug rakleiðis yfir borgina.

Sjö látnir eftir sprengingu í Pakistan

Sjö eru látnir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í norðvesturhluta Pakistans í morgun. Árásin var gerð við völl pakistanska flughersins og eru tveir hermenn á meðal hinna látnu, hinir eru almennir borgarar að sögn yfirvalda.

Stóraðgerð gegn dönskum Vítisenglum

Lögreglan í Kaupmannahöfn lét til skarar skríða gegn vélhjólasamtökunum Vítisenglum í gærkvöldi og réðist til inngöngu í 18 íverustaði samtakanna, hvort tveggja samkomuhús og heimili einstakra félaga.

Chavez bannar þjóðinni að syngja í sturtu

Hugo Chavez, forseti Venesúela, hvatti þjóð sína í sjónvarpsávarpi til að hætta tafarlaust að syngja í sturtu. Vegna skorts á vatni í landinu verði fólk nú að takmarka sturtuna við þrjár mínútur og söngur geri ekkert annað en að lengja tímann í sturtunni.

Ofbeldisfull mótmæli gegn leiðtoga breskra þjóðernissinna

Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús í kvöld með höfuðmeiðsli eftir ofbeldisfull mótmæli fyrir utan höfuðstöðvar BBC í London. Mótmælendur mótmæltu Nick Griffin flokksleiðtoga breskra þjóðernissinna sem var í upptöku á sjónvarpsþættinum Question Time.

Forsetafrú í húla-hoppi

Forsetafrúin var gestgjafi um eitthundrað barna og foreldra sem hafði verið boðið í Hvíta húsið til að fræðast um hollan mat og holla hreyfingu.

Allsber í eldhúsinu

Bandarískur maður hefur verið handtekinn fyrir að vera nakinn þegar hann var að laga kaffi í eldhúsinu á heimili sínu klukkan hálf sex að morgni.

Breskar löggur vopnaðar við eftirlitsstörf

Eins og Íslendingar hafa Bretar verið stoltir af því að lögregluþjónar þeirra eru ekki vopnaðir við hefðbundin eftirlitsstörf. Í Bretlandi heyrir það nú sögunni til.

Fótboltalið í skotheld vesti

Leikmönnum þýska landsliðsins í fótbolta hefur verið sagt að vera undir það búnir að ganga í skotheldum vestum á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku á næsta ári.

Cheney ræðst harkalega á Obama

Dick Cheney fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna hefur gagnrýnt Barack Obama óvenju harkalega fyrir vingulshátt í stríðsrekstrinum í Afganistan.

Barist í Mogadishu

Átján eru látnir í það minnsta eftir bardaga á milli íslamskra uppreisnarmanna og stjórnarhermanna í Mogadishu höfuðborg Sómalíu. Stórskotaliði var beitt í bardaganum og að minnsta kosti 58 eru slasaðir að því er sjúkraflutningamenn segja.

Meintar geimverur hlupu um akur í Wiltshire

Breskur lögregluþjónn í Wiltshire fullyrðir að hann hafi séð geimverur á akri nálægt Silbury Hill í sumar. Á akrinum höfðu nokkrum dögum áður birst hringlaga mynstur, svokallaðir akurhringir sem þekktir hafa verið um árabil og ýmist verið taldir gabb eða merki um verur frá öðrum hnöttum.

Yfir 2.000 fallnir í Ciudad á árinu

Yfir 2.000 manns hafa látið lífið í átökum eiturlyfjagengja í mexíkósku borginni Ciudad Juarez það sem af er árinu en það eru nærri 400 fleiri en allt árið í fyrra.

Hrapaði til bana í byggingu SÞ

Tæplega fimmtugur breskur kjarnorkusérfræðingur lést þegar hann féll 40 metra í stigahúsi ofan af 17. hæð byggingar Sameinuðu þjóðanna í Vín í Austurríki.

Madoff deilir fangaklefa með fíkniefnasala

Einn mesti svindlari síðari ára, Bernard Madoff, deildi klefa með tuttugu og eins árs gömlum fíkniefnasala, njósnara, mafíuforingja og fleirum þegar hann var settur í fangelsi í sumar.

Bangsi bílaþjófur gripinn glóðvolgur

Lögreglan í Florissant í Kólóradó fylki var snögg á vettvang þegar hún fékk tilkynningu um að rumur einn mikill væri að stela bíl fyrir framan íbúðarhús í bænum.

Síðasti fáninn frá Trafalgar

Tvöhundruð og fjögur ár eru í dag liðin frá því breski flotinn vann einn sinn frægasta sigur. Þá gersigraði hann miklu stærri flota Frakka og Spánverja við Trafalgar undan ströndum Spánar.

Þannig fara hjónabönd í hundana

Þegar eiginkonan sagði manninum að hún ætlaði út að ganga með hundinn og hitta vinkonur sínar til þess að fá sér kaffisopa, ákvað maðurinn að fara í gönguferð með börnin.

Ættarhöfðingi Saddams handtekinn

Leiðtogi ættbálks Saddams Hussein hefur verið handtekinn í Írak, sakaður um að fjármagna uppreisnarmenn í norðurhéruðum landsins.

Vill gefa fallegum konum afslátt

Forstjóri írska flugfélagsins Ryanair hefur lag á að fiska sér umtal í fjölmiðlum. Ef ekki fyrir að boða sérstakt gjald fyrir að fara á klósettið, þá eitthvað annað.

Óttast veitingastaði í Kaupmannahöfn

Margar af þeim skotárásum sem gerðar hafa verið í Kaupmannahöfn síðasta árið hafa verið gerðar á veitingastöðum þar sem annaðhvort Vítisenglar eða innflytjendagengi halda til.

Gordon Brown á útleið

Breski Íhaldsflokkurinn gæti fengið meira en eitthundrað sæta meirihluta á þingi í kosningunum á næsta ári, samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í dag.

Tveir látnir eftir storminn Rick

Tveir eru nú látnir á vesturströnd Mexíkó, nærri landamærum Bandaríkjanna, eftir að hitabeltisstormurinn Rick fór þar um.

Á annan tug létust í lestarslysi á Indlandi

Allt að 15 eru látnir og 50 fastir inni í flaki járnbrautarlestar utan við bæinn Mathura suður af Nýju-Delhí á Indlandi eftir að hraðlest ók aftan á hana á fullri ferð en hin lestin var þá kyrrstæð að sögn lögreglu á staðnum.

Ekki fengið hraðasekt í 84 ár

George Geeson er að öllum líkindum öruggasti ökumaður Englands. Hann hefur ekki fengið hraðasekt í 84 ár, það er að segja síðan hann fékk ökuskírteinið.

Sjá næstu 50 fréttir