Erlent

300 manns handteknir við upprætingu fíkniefnahrings

Mynd úr safni/Gettyimages
Mynd úr safni/Gettyimages
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur upplýst að rúmlega 300 manns hafa verið handteknir í landinu á síðustu tveimur mánuðum í tengslum við upprætingu á fíkniefnahring í landinu.

Um er að ræða mjög viðamikla aðgerð sem snýst um upprætingu á fíkniefnahring sem tengist mexíkósku mafíunni. Aðgerðin hefur staðið yfir í 44 mánuði og gengur undir nafninu „Aðgerð Coronado".

Aðgerðin er talin vera sú umfangsmesta sem ráðist hefur verið í gegn mexíkóskum fíkniefnahring. Á síðustu tveimur dögum hefur lögreglan lagt hald á tæpt tonn af fíkniefnum, hundruði vopna auk ýmissa farartækja.

Þessi næstum fjögurra ára aðgerð hefur leitt margt í ljós varðandi þennan fíkniefnahring og má þar nefna bæði morð, barnsrán og annað ofbeldi. Umræddur hringur er talinn vera einn sá ofbeldisfullasti af fimm stærstu fíkniefnahringjum Mexíkó. Þúsundir fólks hefur látið lífið vegna hringja sem þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×