Erlent

Allsber í eldhúsinu

Óli Tynes skrifar
Williamson séður inn um glugga á heimili sínu.
Williamson séður inn um glugga á heimili sínu.

Bandarískur maður hefur verið handtekinn fyrir að vera nakinn þegar hann var að laga kaffi í eldhúsinu á heimili sínu klukkan hálf sex að morgni.

Kona sem átti leið framhjá húsi Ericks Williamsons ásamt sjö ára syni sínum sá hann inn um eldhúsgluggann. Hún hringdi samstundis í lögregluna.

Williamson segir að aðrir heimilismenn hafi verið farnir í skóla og vinnu og hann hafi því ekkert hugsað út í það þegar hann vappaði berrassaður niður í eldhús til að fá sér kaffi. Hann segist engan hafa séð og engan hafa talað við. Ef einhver hafi séð hann beran í eldhúsinu hafi það verið slysni.

Lögreglan er þó ekki á því að þetta hafi verið slysni og ætlar að leggja fram ákæru sem gæti kostað Williamson eins árs fangelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×