Erlent

Fótboltalið í skotheld vesti

Óli Tynes skrifar
Það verður vel passað upp á þýsku strákana.
Það verður vel passað upp á þýsku strákana.

Leikmönnum þýska landsliðsins í fótbolta hefur verið sagt að vera undir það búnir að ganga í skotheldum vestum á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku á næsta ári.

Ekki verður þó ætlast til þess að þeir íklæðist vestunum þegar þeir eru að spila heldur aðeins ef þeir fara eitthvað út af lúxushótelinu sem þeir dvelja á.

Glæpatíðini í Suður-Afríku er svo yfirgengileg að ekki þykir óhætt að láta rándýra leikmenn ganga þar lausa. Líklegt er að þeir fái jafnvel vopnaða verði með sér ef þeir bregða sér í bæinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×