Erlent

Breskar löggur vopnaðar við eftirlitsstörf

Óli Tynes skrifar
Breskir lögregluþjónar með handvélbyssur og skammbyssur.
Breskir lögregluþjónar með handvélbyssur og skammbyssur. Mynd/netið

Eins og Íslendingar hafa Bretar verið stoltir af því að lögregluþjónar þeirra eru ekki vopnaðir við hefðbundin eftirlitsstörf. Í Bretlandi heyrir það nú sögunni til.

Héðan í frá munu vopnaðir lögreglumenn hafa eftirlit með vissum hverfum í Lundúnum sem þykja svo slæm að annað fólk en íbúarnir þorir ekki að fara þangað.

Lögreglumennirnir munu ganga þar um götur í skotheldum vestum og vopnaðir Heckler&Koch handvélbyssum og sjálfvirkum skammbyssum af Glock gerð.

Þetta eru sömu vopn og Víkingasveit íslensku lögreglunnar notar í útköllum.

Afbrotum þar sem skotvopn koma við sögu hefur farið stöðugt fjölgandi í Bretlandi. Milli apríl og september á þessu ári voru þau hvorki fleiri né færri en 1.736.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×