Yfir 2.000 fallnir í Ciudad á árinu Atli Steinn Guðmundsson skrifar 22. október 2009 07:12 Lögreglumenn á vettvangi í Ciudad Juarez. MYND/CNN Yfir 2.000 manns hafa látið lífið í átökum eiturlyfjagengja í mexíkósku borginni Ciudad Juarez það sem af er árinu en það eru nærri 400 fleiri en allt árið í fyrra. Borgarstjórinn Jose Reyes Ferriz lét CNN þessar tölur í té í gær og þykja þær í meira lagi skuggalegar. Nánast má segja að stríð hafi geisað í Ciudad Juarez í 22 mánuði samfleytt og virðist það hafa haft takmörkuð áhrif þótt Felipe Calderon, forseti landsins, hafi kvatt herinn á vettvang til að stilla til friðar í borginni. Einkum eru það forsprakkar hringanna Sinaloa og Juarez sem berjast um yfirráðin á kókaínhraðbrautinni milli Ciudad Juarez og landamæraborgarinnar El Paso í Texas en um þá smyglleið fara mörg tonn af efninu ár hvert á markað í Bandaríkjunum. Sinaloa-samtökin lúta stjórn Joaquin „El Chapo" Guzman en viðurnefnið El Chapo táknar sá stutti. Hann er sá maður sem mexíkósk yfirvöld þrá hvað heitast að koma bak við lás og slá, og þau bandarísku raunar líka, en það er nánast eins og maðurinn sé ósýnilegur þótt sennilega spili það einnig inn í að mexíkóska lögreglan er ekki beint sú heiðarlegasta í heimi og lítur gjarnan í hina áttina fyrir nokkur þúsund pesóa, svo ekki sé talað um dollara. Af þeim rúmlega 2.000 sem fallnir eru á þessu ári reikna yfirvöld með að um 100 séu saklausir vegfarendur sem voru einfaldlega á röngum stað á röngum tíma. Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Yfir 2.000 manns hafa látið lífið í átökum eiturlyfjagengja í mexíkósku borginni Ciudad Juarez það sem af er árinu en það eru nærri 400 fleiri en allt árið í fyrra. Borgarstjórinn Jose Reyes Ferriz lét CNN þessar tölur í té í gær og þykja þær í meira lagi skuggalegar. Nánast má segja að stríð hafi geisað í Ciudad Juarez í 22 mánuði samfleytt og virðist það hafa haft takmörkuð áhrif þótt Felipe Calderon, forseti landsins, hafi kvatt herinn á vettvang til að stilla til friðar í borginni. Einkum eru það forsprakkar hringanna Sinaloa og Juarez sem berjast um yfirráðin á kókaínhraðbrautinni milli Ciudad Juarez og landamæraborgarinnar El Paso í Texas en um þá smyglleið fara mörg tonn af efninu ár hvert á markað í Bandaríkjunum. Sinaloa-samtökin lúta stjórn Joaquin „El Chapo" Guzman en viðurnefnið El Chapo táknar sá stutti. Hann er sá maður sem mexíkósk yfirvöld þrá hvað heitast að koma bak við lás og slá, og þau bandarísku raunar líka, en það er nánast eins og maðurinn sé ósýnilegur þótt sennilega spili það einnig inn í að mexíkóska lögreglan er ekki beint sú heiðarlegasta í heimi og lítur gjarnan í hina áttina fyrir nokkur þúsund pesóa, svo ekki sé talað um dollara. Af þeim rúmlega 2.000 sem fallnir eru á þessu ári reikna yfirvöld með að um 100 séu saklausir vegfarendur sem voru einfaldlega á röngum stað á röngum tíma.
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira