Erlent

Meintar geimverur hlupu um akur í Wiltshire

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hringir eða tákn sem birtust á akri í Silbury Hill í maí eru meðal þúsunda slíkra sem birst hafa víða um heim og ekki hefur tekist að útskýra. Margir telja um gabb að ræða en stærð sumra táknanna hefur skákað þeirri kenningu.
Hringir eða tákn sem birtust á akri í Silbury Hill í maí eru meðal þúsunda slíkra sem birst hafa víða um heim og ekki hefur tekist að útskýra. Margir telja um gabb að ræða en stærð sumra táknanna hefur skákað þeirri kenningu. MYND/Telegraph

Breskur lögregluþjónn í Wiltshire fullyrðir að hann hafi séð geimverur á akri nálægt Silbury Hill í sumar. Á akrinum höfðu nokkrum dögum áður birst hringlaga mynstur, svokallaðir akurhringir sem þekktir hafa verið um árabil og ýmist verið taldir gabb eða merki um verur frá öðrum hnöttum. Maðurinn segist hafa stöðvað bíl sinn þegar hann sá þrjá hávaxna ljóshærða menn í hvítum fötum standa á akrinum og skoða kornið. Þegar hann nálgaðist þá hafi hann skynjað einhvers konar rafmagnspúls og svo hafi mennirnir hlaupið brott á hraða sem ekki væri á færi jarðneskrar manneskju.

Lögreglan vill ekki tjá sig um málið þar sem maðurinn var á frívakt en sérfræðingur í fljúgandi furðuhlutum segir ljóst að hann hafi komið auga á verur frá öðrum hnöttum. Tilkynningar um alls konar fljúgandi furðuhluti og torkennilegar verur hafa streymt frá Bretlandi undanfarin misseri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×