Erlent

Madoff deilir fangaklefa með fíkniefnasala

Bernard Madoff.
Bernard Madoff.

Einn mesti svindlari síðari ára, Bernard Madoff, deildi klefa með tuttugu og eins árs gömlum fíkniefnasala, njósnara, mafíuforingja og fleirum þegar hann var settur í fangelsi í sumar.

Þetta kemur fram í málsskjölum sem voru lögð fram í dag fyrir dómi. Það er Reuters sem greinir frá.

Þetta kom fram í máli lögfræðingsins Joseph Cotchett, sem yfirheyrði Madoff seint í júlí en hann skilaði nokkuð ítarlegri skýrslu varðandi mál Madoffs. Þar kom einnig fram að Madoff hafi iðulega sent einhvern í Harlem-hverfið til þess að kaupa kókaín fyrir sig og samstarfsmenn sína.

Einnig kom fram að Madoff sofi í neðri koju og borði pizzu sem elduð er af barnaníðingi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×