Erlent

Ofbeldisfull mótmæli gegn leiðtoga breskra þjóðernissinna

Nick Griffin
Nick Griffin

Lögreglumaður var fluttur á sjúkrahús í kvöld með höfuðmeiðsli eftir ofbeldisfull mótmæli fyrir utan höfuðstöðvar BBC í London. Mótmælendur mótmæltu Nick Griffin flokksleiðtoga breskra þjóðernissinna sem var í upptöku á sjónvarpsþættinum Question Time.

Lögreglan segir að þrír lögreglumenn hafi slasast í mótmælunum en þrír voru einnig handteknir. Tveir af lögreglumönnunum meiddust lítillega en sá þriðji hlaut höfuðmeiðsl en ekki er vitað um líðan hans samkvæmt fréttavef Skynews.

Lögreglan segir einnig að tveir af þeim handteknu hefðu sýnt ofbeldisfulla hegðun en sá þriðji var eftirlýstur. Um 25 mótmælendur ruddust inn í anddyri Breska ríkissjónvarpsins en um 500 manns mótmæltu fyrir utan. Þátturinn með Nick Griffin verður sýndur í kvöld.

Griffin og flokkur hans er mjög umdeildur fyrir skoðanir sínar og hafa mótmælendur verið duglegir að elta hann undanfarið.

Griffin á einnig sæti á Evrópuþinginu og hefur meðal annars sagt sambandið vera fasískt. Hann hefur látið hafa eftir sér að sambandið þurfi að sökkva nokkrum bátum með ólöglegum innflytjendum við strandi Líbýu og hendi björgunarvestunum útbyrðis svo fólkið geti synt til baka.

„Öðruvísi læra þau ekki að þau muni aldrei koma til Evrópu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×