Erlent

Hrapaði til bana í byggingu SÞ

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Bygging SÞ í Vín.
Bygging SÞ í Vín.

Tæplega fimmtugur breskur kjarnorkusérfræðingur lést þegar hann féll 40 metra í stigahúsi ofan af 17. hæð byggingar Sameinuðu þjóðanna í Vín í Austurríki. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur, var staddur á fundi Bandaríkjanna, Frakklands, Rússlands og Írans um kjarnorkuáætlun þeirra síðasttöldu þegar atvikið átti sér stað á þriðjudaginn. Ekki er gert ráð fyrir öðru en að um slys hafi verið að ræða en að sögn starfsfólks í húsinu eru ekki nema fjórir mánuðir síðan mjög svipaður atburður átti sér stað þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×