Erlent

Miliband styður Blair í embætti forseta ESB

Jón Hákon Halldórsson skrifar
David Miliband vill fá Tony Blair í embætti forseta Evrópusambandsins. Mynd/ AFP.
David Miliband vill fá Tony Blair í embætti forseta Evrópusambandsins. Mynd/ AFP.
David Miliband, utanríkisráðherra Breta, hefur lýst yfir stuðningi við þá hugmynd að Tony Blair verði fyrsti forseti Evrópusambandsins.

Hann útilokar hins vegar að hann sjálfur muni taka við einhverju háu embætti sem skipað verði í eftir að Lisbon sáttmálinn verður samþykktur. „Ég er ekki vænlegur kandídat í það, ég er ekki á lausu," er haft eftir Miliband á vef breska blaðsins Telegraph.

Miliband sagði að það yrði bæði mjög gott fyrir Bretland og fyrir Evrópusambandið að hafa Blair sem forseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×