Erlent

Ákvörðun um nýja heráætlun í Afganistan fyrir kosningar

Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagði í dag að hann gæti komist að niðurstöðu varðandi heráætlun sína í Afganistan áður en kosið verður í landinu þann 7.nóvember.

Fyrir skömmu talaði yfirmaður Bandaríska hersins í Afganistan um að hann þyrfti að minnsta kosti 40.000 fleiri hermenn til þess að ljúka áætlun hersins þar í landi. Nokkrum dögum síðar fékk Obama friðarverðlaun nóbels.

Hann er því í nokkrum bobba en Hamid Karzai forseti Afganistan létti nokkuð á kollega sínum í gær þegar í ljós kom að mörg þeirra atkvæða sem hann hlaut í kosningum þar í landi í ágúst voru ólögleg.

„Við ætlum að taka okkur tíma í þetta, svo þetta verði gert rétt," lét Obama hafa eftir sér í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×