Erlent

Vill gefa fallegum konum afslátt

Óli Tynes skrifar
Fengju þær afslátt hjá Ryanair?
Fengju þær afslátt hjá Ryanair?

Forstjóri írska flugfélagsins Ryanair hefur lag á að fiska sér umtal í fjölmiðlum. Ef ekki fyrir að boða sérstakt gjald fyrir að fara á klósettið, þá eitthvað annað.

Í viðtali vefsíðu norska blaðsins VG segir hann upp úr þurru að Ryanair megi náttúrlega ekki gera upp á milli farþega vegna brjóstastærðar eða kynferðis.

Persónulega sé hann þeirrar skoðunar að fallegar konur ættu að fá risaafslátt af farmiðum. Það sé bara því miður ekki hægt, því þá myndi rísa upp einhver jafnréttislögfræðingur og banna honum það.

Hvers vegna fallegar konur ættu að fá risaafslátt nefnir forstjórinn ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×