Erlent

Tveir látnir eftir storminn Rick

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Gervihnattarmynd af Rick.
Gervihnattarmynd af Rick.

Tveir eru nú látnir á vesturströnd Mexíkó, nærri landamærum Bandaríkjanna, eftir að hitabeltisstormurinn Rick fór þar um. Stormurinn var í rénun þegar hann kom upp að landi og hafði færst úr hvirfilbyl yfir í 4. stigs hitabeltisstorm. Annar þeirra sem lést var á brimbretti en hinn var að synda. Stormurinn gekk svo á land við Baja á Kaliforníuskaganum en hefur ekki valdið miklu tjóni sem komið er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×