Fleiri fréttir

Ljón á veginum

Ferðamenn í Kruger þjóðgarðinum í Suður-Afríku fylgdust með því með öndina í hálsinum þegar ljónynja og buffali börðust upp á líf og dauða á milli bíla þeirra.

Polanski áfram í fangelsi

Svissneskur dómstóll synjaði í dag beiðni leikstjórans Romans Polanski um að fá að ganga laus meðan beðið er endanlegs úrskurðar um hvort hann verður framseldur til Bandaríkjanna.

Stefnir Airbus vegna Air France-slyssins

Bandarískur lögmaður hefur stefnt Airbus-flugvélaverksmiðjunum og nokkrum fyrirtækjum sem framleiða hluti í Airbus vélar og krafist bóta vegna dauða átta af þeim farþegum sem fórust í Air France-slysinu 1. júní.

Grunaður um njósnir fyrir Ísraelsmenn

Bandarískur vísindamaður, sem starfaði á vegum stjórnvalda við ýmis leynileg verkefni tengd geimvísindum, hefur verið handtekinn og ákærður fyrir að reyna að selja manni, sem hann taldi vera ísraelskan leyniþjónustumann, leynileg gögn tengd varnarmálum Bandaríkjanna.

Lést úr krabbameini sem fannst ekki við átta skoðanir

Tuttugu og sex ára gömul kona í Luton á Englandi lést úr leghálskrabbameini í ágúst 2007 eftir að heimilislækni hennar tókst ekki að finna nein einkenni um sjúkdóminn í átta skoðunum sem hann framkvæmdi á konunni á fjögurra ára tímabili.

Íranar hætta við að afhenda auðgað úran

Íranar hafa horfið frá samkomulagi frá 1. október um að afhenda Frökkum og Rússum þrjá fjórðu hluta þess úrans sem þeir hafa auðgað síðustu mánuði í neðanjarðarmannvirki í Natanz.

Segir aðra þingmenn hræsnara

John O"Donoghue sagði af sér sem forseti írska þingsins í síðustu viku, eftir að upp komst að hann hafði eytt almannafé ótæpilega í eigin lúxuslifnað.

Ítalir segja ásakanir um mútur fráleitar

Ítalska stjórnin segir ekkert hæft í því að leyniþjónusta landsins hafi greitt talibönum í Afganistan stórfé fyrir að láta í friði landsvæði þar, sem ítalskir hermenn höfðu umsjón með.

Reyndi að eyða fóstri kærustunnar

Breskur læknir hefur verið sakfelldur fyrir að byrla kærustu sinni lyf til þess að eyða fóstri þeirra sem hún gekk með. Edward Erin er 44 ára gamall kvæntur og tveggja barna faðir.

Í yfirlið þegar konan bar vitni

Fjörutíu og níu ára gamall tyrkneskur maður hné í ómegin í réttarsal í Lundúnum í dag þegar eiginkona hans vitnaði gegn honum vegna morðsins á dóttur þeirra.

Kisi bjargaði málinu

Ólöglegur innflytjendandi frá Bólivíu slapp við að vera vísað frá Bretlandi þegar hann sagði dómnefndinni sem fjallaði um mál hans að hann og bresk kærasta hans hefðu sameiginlega keypt sér kött.

Obama hótar ríkisstjórn Súdans

Barack Obama kynnti í dag nýja stefnu Bandaríkjanna gagnvart Súdan, þar sem ríkisstjórnin hefur herjað af miklu miskunnarleysi á íbúa í Darfur héraði.

Hýddar fyrir að vera í brjóstahöldurum

Islamistar í Sómalíu hafa lagt blátt bann við því að konur þar klæðist brjóstahöldurum. Konur sem klæðast slíkri flík eru dæmdar til opinberrar hýðingar.

Loftbelgsfjölskyldan vildi í raunveruleikaþátt

Lögreglan í Larimer sýslu í Colorado segir engan vafa á að Heene fjölskyldan hafi sviðsett meint loftbelgsflug hins sex ára gamla Falcons Heene til þess að tryggja sér pláss í raunveruleikaþætti í sjónvarpi.

Mannskætt maraþon í Michigan

Þrír þátttakendur í maraþonhlaupi í Detroit í Michigan létust í hlaupinu sem fram fór í gær. Maður á sjötugsaldri datt og fékk högg á höfuðið en hinir tveir, sem voru 26 og 36 ára gamlir, hnigu niður í hlaupinu og voru úrskurðaðir látnir við komu á sjúkrahús.

Fimmtíu dagar til stefnu

Leiðtogar heimsins hafa fimmtíu daga til þess að bjarga heiminum. Breskir miðlar greina frá því í dag að þetta verði inntakið í ræðu Gordons Brown forsætisráðherra Bretlands sem hann mun halda í dag í London. Með þessum skilaboðum vill Brown vekja athygli á mikilvægi þess að gripið verði til aðgerða á loftlagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn sem hefst eftir fimmtíu daga.

Skotbardagi í Puerto Rico

Sjö manns eru látnir og að minnsta kosti 25 særðir eftir skotbardaga sem átti sér stað í borginni San Juan í Puerto Rico í gær.

Vísindamenn snéru kynvísum ávaxtaflugum

Vísindamenn við Háskólann í Toronto í Kanada fundu út með þrotlausum rannsóknum að með því að breyta erfðaefnum ávaxtaflugunnar urðu þær samkynhneigðar. Flugurnar hættu að framleiða ákveðið ferómón, eða lykt, sem varð til þess að þær urðu ómótstæðilegar í augum annarra ávaxtaflugna - og þá skipti engu hvaða kyn var um að ræða.

Snaróð mamma laug til um veikindi sonar síns fyrir peninga

Upp hefur komist um hryllingsmömmu frá Bretlandi sem hefur misnotað barnið sitt hrottalega í gegnum árin. Hún er búinn að ljúga að öllum, meðal annars barninu sjálfu, að það sé langveikt. Meðal annars hefur móðirin, sem ekki hefur verið nefnd á nafn í Bretlandi, látið átta ára gamlan son sinn gangast undir læknisaðgerðir á þremur mismunandi spítölum þau sex ár sem hún hefur blekkt kerfið og jafnvel bresku konungsfjölskylduna.

Hryllilegt barnamorð: Óhugnanlegar upptökur fundust á vettvangi

Lögreglan í Manchester fann óhugnanlegt myndband af systkinunum Theo Molemohi, sem var tveggja ára, og Yolöndu, sem var fjögurra ára, þar sem þau kvöddu móður sína. Systkinin voru myrt á heimili föður síns en móðir þeirra kom að þeim. Faðirinn, Petros Mwashita, er grunaður um verknaðinn en hann var búinn að taka of stóran skammt af lyfjum þegar lögreglan kom á vettvang.

Roman Polanski lagður inn á sjúkrahús

Kvikmyndaleikstjórinn Roman Polanski lagðist inn á sjúkrahús í gær í Zúrich í Sviss og gengst undir læknisrannsóknir samkvæmt The Daily Telegraph. Pólski leikstjórinn var handtekinn í Sviss í lok síðasta mánaðar þegar hann hugðist sækja kvikmyndahátíð. Hann hefur verið eftirlýstur í Bandaríkjunum síðan 1977 fyrir að hafa kynmök við þrettán ára stúlku.

Stærsti bankinn skilar tapi

Bank of America, umsvifamesti viðskiptabanki Bandaríkjanna, tapaði einum milljarði dala, jafnvirði 124 milljarða króna, á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra hagnaðist bankinn um tæplega 1,2 milljarða dala.

Árás á lögreglustöð í Peshawar

Pakistan, AP Þrír sjálfsvígsárásarmenn réðust vopnaðir sprengjum á lögreglustöð í Peshawar í Pakistan í gær, daginn eftir að sprengjuárásir voru gerðar á fjórar lögreglustöðvar í landinu. Árásin kostaði þrettán manns lífið.

Gasaskýrslan til Öryggisráðsins

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna ákvað í gær að skýrsla um mannréttindabrot Ísraela og Palestínumanna í þriggja vikna stríði á Gasaströnd um síðustu áramót verði send Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til umfjöllunar.

Óþekkt mynd af Viktoríu drottningu

Áður óséð portrett af Viktoríu Englandsdrottningu verður meðal fjögurhundruð listaverka á sérstakri minningarsýningu um drottninguna og prins Albert eiginmann hennar.

Neitar að gefa saman svart/hvít pör

Friðardómari í Louisiana í Bandaríkjunum hefur neitað að gefa saman svartan mann og hvíta konu af umhyggju fyrir börnum sem þau kunna að eignast.

Norska stórþingið gæti hrunið

Bæði norska stórþingið og konungshöllin gætu hrunið ef skjálfti á borð við þann sem varð í Osló árið 1904 gengur aftur yfir að mati ráðgjafastofu verkfræðinga í Noregi.

Jarðskjálfti skók Jövu

Jarðskjálfti sem mældist 6,5 á Richter skók hús í höfuðborg Indónesíu, Jakarta í morgun. Upptök skjálftans eru undan ströndum eyjunnari Jövu en Jakarta er á norðvesturströnd eyjunnar. Engar upplýsingar hafa enn borist um tjón eða meiðsli á fólki.

Löggur lemja löggur

Búist er við að mikill mannfjöldi steðji til Danmerkur þegar loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður haldin þar í desember.

Játaði Gordon Brown ást sína

Nikolas Sarkozy Frakklandsforseti játaði Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, ást sína á fundi þeirra í febrúar á þessu ári.

Loftbelgsdrengurinn kominn fram

Sex ára gamli drengurinn, sem talið var að hefði svifið á brott með loftbelg í Colorado í gær, fannst heill á húfi undir kvöld. Reyndist hann hafa falið sig í kassa uppi á háalofti og fallið þar í fastasvefn.

Byggingu hálfkláraðs hótels haldið áfram

Norður-Kóreumenn sjá nú loksins fram á að lokið verði við að byggja Ryugyong-hótelið en byggingin hefur gnæft hálfkláruð yfir Pyongyang, höfuðborg landsins, í rúma tvo áratugi.

Geimrusl skall á húsþaki í Hull

Tveggja kílógramma þungt geimrusl skall á húsþaki ellilífeyrisþega á sjötugsaldri í bresku borginni Hull í síðustu viku.

Bretar hefja bólusetningu gegn svínaflensu

Bólusetning milljóna Breta gegn svínaflensunni mun hefjast innan viku, að sögn sóttvarnalæknis landsins. Nú eru yfir 100 manns látnir úr flensunni í Bretlandi, þar á meðal 17 ára gömul skosk kona en hún var ólétt þegar hún lést.

Fimm hryðjuverkaárásir í Pakistan

Talibanar hafa gert fimm hryðjuverkaárásir í Pakistan á síðasta sólarhring. Undanfarinn hálfan mánuð hafa þeir drepið hundruð óbreyttra borgara í sprengjutilræðum.

Hýrudreginn fyrir bleikt bindi á brjóstakrabbadag

Strætisvagnabílstjóri í Illinois í Bandaríkjunum hefur verið hýrudreginn fyrir að setja upp bleikt bindi á degi bleiku slaufunnar sem í Bandaríkjunum er fyrsti föstudagur í október.

Átján mánuðir fyrir að gefa barni sígarettu

Þrítugur breskur maður var í dag dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að gefa þriggja ára stúlkubarni sígaréttur og hvetja hana til þess að taka reykinn ofan í sig.

Síðasti Gyðingurinn í Afganistan

Þar sem talibanar og al-Kaida hata Gyðinga öðru fólki framar gæti maður ímyndað sér að það sé dálítið einmanalegt að vera síðasti Gyðingurinn í Afganistan.

Gámaskipi rænt við Sómalíu

Sómalskir sjóræningjar rændu enn einu skipinu undan ströndum landsins í dag. Að þessu sinni var það gámaskip frá Singapore sem var á leið til Mombasa í Kenya.

Sextán ára stúlka drakk sig í hel

Yfirvöld í Bretlandi hafa sent aðvörun sem sérstaklega er beint til unglinga eftir að sextán ára gömul stúlka drakk sig í hel innflutningspartýi vinar síns.

Sjá næstu 50 fréttir