Erlent

Póstverkfall skellur á Bretum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Verkfall 120.000 starfsmanna konunglega breska póstsins hefst í áföngum í dag og næstu tvo daga. Um 30.000 manns hafa verið ráðnir til að sinna því bráðnauðsynlegasta og tryggja að póstþjónusta stöðvist ekki algjörlega. Þó stefnir í að það gerist í einhvern tíma þar sem fara verður yfir sakaskrár allra bráðabirgðastarfsmannanna áður en þeim er heimilt að hefja störf en bresk lög áskilja að menn megi ekki hafa gerst sekir um ákveðin refsilagabrot til að fá að starfa við póstþjónustu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×