Erlent

Ættarhöfðingi Saddams handtekinn

Óli Tynes skrifar
Saddam Hussein.
Saddam Hussein.

Leiðtogi ættbálks Saddams Hussein hefur verið handtekinn í Írak, sakaður um að fjármagna uppreisnarmenn í norðurhéruðum landsins.

Íraskir hermenn og bandarískir ráðgjafar þeirra handtóku Hassan Albu Nasir á heimili hans í Baiji, sem er í grennd við Tikrit heimabæ leiðtogans fyrrverandi. Sonur hans var einnig handtekinn.

Ættbálkastríðið sem hófst þegar Saddam var steypt af stóli árið 2003 er nú að mestu runnið út í sandinn.

Hinsvegar halda öfgahópar uppi nær daglegum árásum. Þar á meðal eru súnní islamistar og al-Kaida. Síðarnefndu samtökin hafa nú að mestu leyti flutt sig til norðurhéraða Íraks. Hassan Albu Nasir er meðal annars sakaður um að styðja þau með fjárframlögum.

Saddam Hussein var tekinn af lífi árið 2006.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×