Fleiri fréttir Hundruð flýja vegna skógarelda Yfir 300 slökkviliðsmenn berjast nú við skógarelda sem breiðst hafa út um tæplega 7000 hektara svæði í úthverfum Los Angeles borgar að undanförnu. Mörg hundruð manns hafa orðið að flýja heimili sín og hefur eldurinn eyðilagt að minnsta kosti eitt hús og valdið stórskemmdum á fleirum, en óttast er að talan muni hækka mikið á næstu dögum. 30.9.2005 00:01 Sprengjuárás í Hilla í Írak Að minnsta kosti sjö manns fórust og yfir 30 eru særðir eftir að bílsprengja sprakk í borginni Hilla í Írak í morgun. Árásin kemur í kjölfar sprengjuárásar sem varð yfir 50 manns að bana í borginni Balad, um 90 kílómetra norðan við Bagdad í gærkvöld. Þá er talið að minnsta kosti 100 manns hafi særst í sprengingunum. 30.9.2005 00:01 Litlar skemmdir í hvassviðri Björgunarsveit var kölluð út í gærkvöld þegar járnplötur fóru að fjúka úr bunka af plötum sem stóð við Gíslabæ á Hellnum á Snæfellsnesi og dreifðust víða um nágrennið. Annars gekk hvassviðrið, sem spáð var, öllu friðsamar yfir en búist var við. Í Reykjavík stóð það til dæmis ekki í nema um það bil tvær klukustundir um miðnæturbil og olli ekki vandræðum. Vindur fór þó upp í 40 metra á sekúndu í kviðum á Kjalarnesi. 30.9.2005 00:01 Fuglaflensa muni breiðast hratt út Sérfræðingar innan Sameinuðu þjóðanna segja fuglaflensuna muni breiðast hratt út um allan heim og geta orðið allt að 150 milljónum manna að bana, verði ekki gerðar ráðstafanir hið snarasta til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Fuglaflensan hefur nú þegar orðið tugum að bana. 30.9.2005 00:01 SÞ óánægðar með Serba Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir óánægju sinni með árangur Serba við að ná stríðsglæpamönnum en Ratko Mladic er þar efstur á lista. Mladic hefur verið á lista stríðsglæpadómstólsins í Haag síðan árið 1995 en talið er að hann hafi stjórnað aftökum þúsunda múslíma á stríðstímum. 30.9.2005 00:01 Samkomulag í nánd í Þýskalandi? Samkomulag gæti verið að nást í stjórnarmyndunarviðræðum stóru flokkanna í Þýskalandi. Angela Merkel, formaður Kristilega demókrataflokksins, sagði á blaðamannafundi í gær að góðar líkur væru á að hún og flokkur hennar mynduðu stjórn með jafnaðarmönnum, að minnsta kosti væru meiri líkur á stjórn stóru flokkanna en nokkru öðru stjórnarmynstri. 30.9.2005 00:01 Roberts verður forseti Hæstaréttar John Roberts sór síðdegis í gær embættiseið sem sautjándi forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna við athöfn í Hvíta húsinu að viðstöddum George Bush forseta landsins og dómurum réttarins. Það var John Paul Stevens, aldursforseti réttarins og sitjandi forseti síðan William Rehnquist lést, sem las Roberts eiðstafinn. Roberts er fimmtugur að aldri og yngsti maður sem tekur við embætti forseta réttarins síðan árið 1801 þegar John Marshall sór embættiseið, þá aðeins 45 ára gamall. 30.9.2005 00:01 Fundu sundurbútað lík stúlku Lögreglumenn í Lundúnum hafa fundið lík fimmtán ára stúlku sem saknað hafði verið síðan á mánudag. Lík stúlkunnar fannst sundurbútað í Catford í suðurhluta Lundúna eftir að lögregla var kölluð á staðinn í kjölfar tilkynningar um að maður hefði skorið sjálfan sig. Hann og kona hans voru bæði handtekin og sæta nú yfirheyrslum um morðið á stúlkunni. 30.9.2005 00:01 Blaðamanni NYT sleppt úr haldi Judith Miller, blaðamanni <em>New York Times</em>, hefur verið sleppt úr haldi eftir nær þriggja mánaða fangelsisvist. Hún var fangelsuð fyrir að neita að gefa upp heimildarmann sinn í tengslum við fréttir af því að nafni leyniþjónustukonunnar Valerie Plame var ljóstrað upp, en slíkt varðar við lög í Bandaríkjunum. 30.9.2005 00:01 Senda viðbótarherlið að girðingu Spánverjar og Marokkóbúar hyggjast senda viðbótarherlið til að takast á við hundruð afrískra innflytjenda sem hafa undanfarna daga reynt að komast yfir rammgerðar vírgirðingar á norðuströnd Afríku yfir landamæri Spánar í von um betra líf. Forsætisráðherrar landanna tveggja komust að samkomulagi um þetta í gær eftir að fimm manns höfðu látist við að reyna að komast yfir girðingarnar. 30.9.2005 00:01 Mannskætt rútuslys í Kasmír 44 eru látnir og svipað margir slasaðir eftir að rúta fór út af fjallvegi í inverska hluta Kasmír-héraðs í gær. Svo virðist sem bílstjórinn hafi misst stjórn á rútunni en vegir á svæðinu þar sem slysið varð munu vera mjög þröngir og brattir. Fregnir herma að hátt í 90 manns hafi verið í rútunni sem tók aðeins 40 farþega og voru fjölmargir á þaki rútunnar þegar hún valt niður bratta hlíð. 30.9.2005 00:01 Jörð skelfur á Papúa Nýju-Gíneu Snarpur Jarðskjálfti skók Papúa Nýju-Gíneu í Suður-Kyrrahafi í gær. Ekki hefur fengið staðfest nákvæmlega hversu öflugur hann er en talið er að hann hafi verið á bilinu 6,1 til 6,8 á Richter. Engar fregnir hafa borist af manntjóni eða skemmdum á mannvirkjum en það gæti átt eftir að breytast þar sem skjálftinn var úti fyrir ströndum afskekktra héraða. 30.9.2005 00:01 Fá lyf við HIV-sjúkdómi nær frítt HIV-smitaðir einstaklingar í Taílandi fá lyf við sjúkdómnum nær ókeypis frá og með morgundeginum. Lyfið kemur ekki í veg fyrir að sjúklingar fái alnæmi en hægir mjög á útbreiðslu HIV-veirunnar í líkamanum. Taíland verður þar með fyrsta landið í Asíu og eitt fyrsta í heimi til að bjóða þegnum sínum svona lyf því sem næst ókeypis. 30.9.2005 00:01 120 látnir af völdum Damrey Að minnsta kosti 120 hafa fundist látnir eftir yfirreið fellibylsins Damrey yfir nokkur lönd í Asíu. Flestir létust í Víetnam, um 50 manns, þegar skyndiflóð urðu í norðurhluta landsins í kjölfar úrhellis sem fylgdi fellibylnum. Gripið hafði verið til mikilla varúðarráðstafana vegna fellibylsins og þurftu m.a. 330 þúsund manns að yfirgefa heimili sín í Víetnam en engu að síður létust margir þar sem erfitt reyndist að spá fyrir um skyndiflóðin. 30.9.2005 00:01 Alvarlegt umferðarslys í Póllandi Að minnsta kosti ellefu eru látnir og tugir slasaðir eftir að skólabíll með hátt í 60 menntaskólanemum skall á vöruflutningabíl í austurhluta Póllands í dag. Reuters-fréttastofan hefur eftir slökkviliði á vettvangi að skólabíllinn hafi lent beint framan á vöruflutningabílnum, snúist á veginum og kjölfarið hafi kviknað í honum. Ungmenninn náðu mörg hver að forða sér úr rútunni en mörg þeirra brenndust illa. 30.9.2005 00:01 Breytingar samþykktar í Alsír Langstærstur hluti kjósenda í Alsír samþykkti í gær breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu sem miðaði að því veita hundruðum íslamskra uppreisnarmanna sakaruppgjöf að hluta til, og binda þannig enda á áratugarlanga borgarastyrjöld í landinu. Rúmlega 97 prósent kjósenda samþykktu breytingarnar, en nærri 80 prósent af kosningabærum mönnum greiddu atkvæði. 30.9.2005 00:01 Opnaði barnahús í Linköping Silvía Svíadrottning opnaði barnahús í Linköping í Svíþjóð í morgun, að íslenskri fyrirmynd, en drottningin kynntist starfsemi Barnahúss hér á landi þegar hún var hér ásamt eiginmanni sínum, Karli Gústaf Svíakonungi, í opinberri heimsókn fyrir rúmu ári. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu á Íslandi, var viðstaddur opnunina í Svíþjóð, en hann hefur veitt Svíum ráðgjöf við undirbúning starfseminnar. Stefnt er að því að opna fleiri slík hús í Svíþjóð innan tíðar. 30.9.2005 00:01 Frelsaði kynlífsþræla í Birmingham Breska lögreglan frelsaði í gærkvöldi nítján konur, flestar frá Austur-Evrópu, sem var haldið nauðugum á nuddstofu í Birmingham, en líklegt er talið að þær hafi verið þvingaðar til að stunda vændi. Konurnar, sem voru meðal annars frá Lettlandi, Tyrklandi, Póllandi, höfðu verið á nuddstofunni um nokkurt skeið. 30.9.2005 00:01 Höfðu verið þvingaðar til vændis Breska lögreglan frelsaði í gærkvöldi nítján konur, flestar frá Austur-Evrópu, sem var haldið nauðugum á nuddstofu í Birmingham, en talið er að þær hafi verið þvingaðar til að stunda vændi. 30.9.2005 00:01 Evrópubúar mjög drykkfelldir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vekur í nýrri skýrslu athygli á því hversu margir látast af völdum áfengis eða sjúkdómum tengdum áfengi í Evrópu. Fram kemur að Evrópubúar drekka tvöfalt meira en meðaltalið er í heiminum en árið 2002 létust sex hundruð þúsund manns í Evrópu af völdum áfengis eða sjúkdóma tengdum neyslunni. 30.9.2005 00:01 Lögreglan lét greipar sópa Fjórum lögreglumönnum frá New Orleans hefur verið sagt upp störfum vegna gruns um að þeir hafi látið greipar sópa um verslanir eftir að fellibylurinn Katrín reið yfir borgina. 30.9.2005 00:01 Pólskir pílagrímar dóu í slysi Að minnsta kosti þrettán pólskir unglingar létust í hörðum árekstri rútu og vöruflutningabíls í sunnanverðu Póllandi í gær. 30.9.2005 00:01 Sprengjuárás í Hillah Um 200 manns hafa fallið í hryðjuverkaárásum í Írak undanfarna daga. Ljóst þykir að uppreisnarmenn ætla að kynda undir ófriðarbálinu í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárdrög síðar í mánuðinum. 30.9.2005 00:01 Sleppt úr haldi Judith Miller, blaðamaður New York Times, mætti fyrir dóm í gær og freistaði þess að varpa ljósi á þátt Hvíta hússins í að ljóstra upp um nafn leyniþjónustumanns við bandarísku leyniþjónustuna CIA. Miller hafði setið í fangelsi í 85 daga þegar henni var sleppt gegn loforði um að bera vitni í sérstökum réttarhöldum um samræður hennar í júlí 2003 við Lewis Libby, starfsmannastjóra hjá Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna. 30.9.2005 00:01 Mikil flóð í suðurhluta Mexíkós Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín í suðurhluta Mexíkós vegna mikilla flóða þar að undanförnu en stanslaust hefur rignt síðustu tvær vikur. Alls hafa tveir látist og er búist við versnandi ástandi á næstu dögum. Yfir tvö þúsund manns hefur verið komið fyrir í skólum og á járnbrautarstöðvum og segja yfirvöld þar í landi að unnið sé nú að því að koma upp almennilegum búðum á svæðunum í kring. 29.9.2005 00:01 Íbúðaverð vel yfir meðallagi Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu er komið vel yfir meðallag íbúðaverðs í helstu höfuðborgum Evrópu. Í franskri könnun, sem reyndar nær ekki til Íslands, kemur í ljós að meðalverð íbúðarhúsnæðis er hæst í Lúxemborg, eða 35 milljónir króna, og næsthæst í Bern í Sviss, 31,5 milljónir. Samkvæmt fasteignamatinu hér er meðalverðið 22 til 23 milljónir en aðeins rúmar 14 milljónir í Aþenu og tæpar 14 milljónir í Brussel í Belgíu, svo nokkur dæmi séu tekin. 29.9.2005 00:01 Fundur hafi skilað miklum árangri Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata, sögðu að fundur þeirra í gær hefði skilað miklum árangri þótt ekki lægi enn fyrir hver yrði næsti kanslari landsins. Hvorki jafnaðarmenn né kristilegir demókratar náðu nægu fylgi í kosningunum 18. september til að geta myndað stjórn með samstarfsflokkum sínum og því hafa flokkarnir neyðst til að leita á náðir hvor annars með stjórnarmyndun. 29.9.2005 00:01 Öldungi fleygt út af þingi Skipuleggjendur ársþings Verkamannaflokksins hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir of harkaleg viðbrögð eftir að 82 ára gömlum flokksmanni var hent út af þinginu fyrir að grípa frammi í fyrir Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, í gær. Straw var að verja innrásina í Írak þegar öldungurinn Walter Wolfgang greip frammi í fyrir honum og sagði orð hans kjaftæði. 29.9.2005 00:01 Segja næga olíu í jörðu Næg olía er í jörðu til að endast um áratuga skeið. Þetta segja Sádi-Arabar sem héldu fund með stjórnendum Exxon Mobil, stærsta olíufélags heims, í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í gær, en umræður um að olían sé að ganga til þurrðar hafa aukist mikið. 29.9.2005 00:01 Skógareldar í Kaliforníu Miklir skógareldar geisa á tveim stöðum í Kaliforníu. Rúmlega 1500 hektarar lands hafa nú orðið eldinum að bráð og fjölmargir hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Eitt þúsund slökkviliðsmenn berjast nú við eldana og nú fyrir stundu gaf bandaríska veðurstofan út vindviðvörun í Suðvestur-Kaliforníu þar sem vindhraðinn er nú 64 kílómetrar á mínútu og því talið að eldarnir geti breiðst hratt út. 29.9.2005 00:01 Skutu palestínska byssumenn Ísraelskir hermenn skutu þrjá Palestínumenn til bana nærri bænum Jenín á Vesturbakkanum í nótt í leit sinni að herskáum uppreisnarmönnum. Að sögn ísraelska hersins skutu tveir byssumenn, sem taldir voru félagar í Íslamska Jihad, á hermennina sem svöruðu með skothríð. Hins vegar segja palestínsk vitni að herinn hafi skotið mennina tvo þar sem þeir földu sig uppi í ólífutré. 29.9.2005 00:01 Situr Huntely inni til æviloka? Ian Huntley, sem var fundinn sekur um morð á tveimur tíu ára stúlkum í Soham í Englandi fyrir þremur árum, fær í dag að vita hvort hann verði látinn dúsa í fangelsi það sem hann á ólifað en hann var á sínum tíma dæmdur í lífstíðarfangelsi. Samkvæmt breskum lögum kemur það í hlut dómara að ákveða hvort afbrotamaður sem fær lífstíðardóm sitji bak við lás og slá til æviloka eða verði sleppt fyrr úr haldi. 29.9.2005 00:01 Lífverði al-Sadr sýnt banatilræði Tveir féllu og fimm særðust eftir að sprengja, sem komið var fyrir á heimili lífvarðar sjítamúslimans Moqtada al-Sadrs í Írak, sprakk í gærkvöld. Fórnarlömbin voru ættingjar lífvarðarins sem hafði margoft fengið viðvörun um að yfirgefa samtök al-Sadrs. 29.9.2005 00:01 Hvetja til barneigna í Frakklandi Stjórnvöld í Frakklandi vilja efla kynlíf og fjölga landsmönnum og ætla í því skyni að hækka greiðslur hins opinbera til þeirra sem eignast þriðja barnið. Franski forsætisráðherrann segir fæðingartíðni í landinu vera of lága þrátt fyrir að hún sé hærri í Frakklandi en í mörgum öðrum Evrópulöndum. 29.9.2005 00:01 Aðstoðarmaður Rasmussens ákærður Áróðursmeistari og aðstoðarmaður Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, virðist geyma fleiri beinagrindur í skápnum en áður hefur verið talið. Töluvert hefur blásið um hann undanfarið og nú hefur hann formlega verið ákærður fyrir fjárdrátt og margvíslegt fjármálamisferli sem varðar meðal annars óeðlilegan risnukostnað og misnotkun á fé ríkisins. 29.9.2005 00:01 Yfir 60 taldir með fuglaflensu Ríflega sextíu manns eru nú taldir hafa smitast af fuglaflensu í Indónesíu að undanförnu að því er yfirvöld í landinu greindu frá í dag. Ekki er þó búið að staðfesta að allt fólkið sé með veikina, sem getur verið banvæn, en þegar hafa fimm manns látist af völdum hennar í Indónesíu frá því í júlí. 29.9.2005 00:01 Innkalla ákveðnar gerðir af Saab Saab-bílaverksmiðjurnar hafa ákveðið að innkalla 300 þúsund bifreiðar af gerðinni Saab 9-3s og 9-5s af árgerð 2000 til og með 2002 vegna galla í kveikjukerfi þar sem kerfið hefur tilhneigingu til að yfirhitna. Við innköllun verður skipt um kveikjukerfi í bílunum. Innköllunin er á heimsvísu svo að íslenskir eigendur þessara bíla geta átt von á því að samband verði haft við þá á komandi mánuðum og skipt um kveikjukerfið. 29.9.2005 00:01 Ríflega 50 látnir vegna Damrey 54 eru látnir eða saknað eftir mikil flóð í norðurhluta Víetnams sem rekja má til yfirreiðar fellibylsins Damrey. Gríðarmikil úrkoma fygldi fellibylnum sem leiddi til þess að ár flæddu yfir bakka sína og þrátt fyrir að 330 þúsund manns hafi verið fluttir af hættusvæðum en fjölmargra saknað eftir hamfarirnar. 29.9.2005 00:01 Innflytjendur látast við girðingu Í það minnsta tveir létust þegar um 600 ólöglegir innflytjendur reyndu að brjóta sér leið inn í Ceuta, spánskt landsvæði á Miðjarðarhafsströnd Norður-Afríku. Arabíska sjónvarpsstöðin al-Jazeera og spænskir fjölmiðlar segja allt að sex hafa látist í troðningi og af völdum skotsára en það hefur ekki fengist staðfest. Fólkið reyndi að komast yfir rammgerðar vírgirðingar sem loka héraðið af. 29.9.2005 00:01 HIV-veiran hugsanlega að veikjast Hugsanlegt er að HIV-veiran, sem veldur alnæmi, sé að veikjast þannig að hún fjölgi sér hægar og sé viðkvæmari fyrir lyfjum. Þetta eru niðurstöður rannsókna vísindamanna í Antwerpen í Belgíu sem birtar voru nýlega í tímaritinu <em>Aids</em>. Hingað til hefur það verið talið að HIV-veiran styrktist eftir því sem hún bærist á milli manna en samkvæmt þessum nýju rannsóknum virðist hið gagnstæða vera rétt. 29.9.2005 00:01 Barnahús opnað í Svíþjóð Fyrsta Barnahúsið í Svíþjóð verður opnað í Linköping á morgun með formlegri athöfn að viðstaddri Silvíu drottningu. Svíar hafa sótt fyrirmyndina til Íslands og að því er fram kemur í tilkynningu frá Barnahúsi hefur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, verið boðið að vera viðstaddur opnunarathöfina ásamt sendiherra Íslands í Stokkhólmi. 29.9.2005 00:01 Fann fóstur við fíkniefnaleit Kólumbíska lögreglan fann óvænt þrjú fóstur við hefðbundna leit að eiturlyfjum í smylgvarningi. Fóstrin eru talin vera fjögurra til fimm mánaða gömul. Fóstrin voru vandlega innpökkuð í plast og þeim komið fyrir í líkneski af dýrlingi og var böggullinn á leið til Miami. Lögreglan telur að nota hafi átt fóstrin við einhvers konar djöfladýrkun eða slíkar athafnir en hún gefur þó ekki upp hvers vegna hún telur svo vera. 29.9.2005 00:01 Komu að frelsun breskra hermanna Danskir hermenn komu að umdeildri árás breska hersins á lögreglustöð í bænum Basra í Írak í síðustu viku þar sem tveir breskir hermenn voru frelsaðir. Þetta staðfestir Sören Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur, við danska blaðið <em>Information</em>. 29.9.2005 00:01 Huntley dæmdur í 40 ára fangelsi Hæstiréttur Bretlands hefur dæmt Ian Huntley í fjörutíu ára fangelsi fyrir morðið á hinum tíu ára gömlu Jessicu Chapman og Holly Wells. Stúlkurnar hurfu haustið 2002, en illa farin líkin af þeim fundust í skóglendi hálfum mánuði síðar. Fyrrverandi unnusta Huntleys, Maxine Carr, hafði áður fengið þriggja og hálfs árs dóm fyrir að tefja rannsókn málsins. Hún var látin laus í fyrra og fer nú huldu höfði. 29.9.2005 00:01 Byggðir að sökkva vegna hlýnunar Byggðir í Alaska eru hreinlega að sökkva vegna hlýnunar á norðurslóðum og lífverur eru í vanda á svæðinu vegna breytts umhverfis. 29.9.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Hundruð flýja vegna skógarelda Yfir 300 slökkviliðsmenn berjast nú við skógarelda sem breiðst hafa út um tæplega 7000 hektara svæði í úthverfum Los Angeles borgar að undanförnu. Mörg hundruð manns hafa orðið að flýja heimili sín og hefur eldurinn eyðilagt að minnsta kosti eitt hús og valdið stórskemmdum á fleirum, en óttast er að talan muni hækka mikið á næstu dögum. 30.9.2005 00:01
Sprengjuárás í Hilla í Írak Að minnsta kosti sjö manns fórust og yfir 30 eru særðir eftir að bílsprengja sprakk í borginni Hilla í Írak í morgun. Árásin kemur í kjölfar sprengjuárásar sem varð yfir 50 manns að bana í borginni Balad, um 90 kílómetra norðan við Bagdad í gærkvöld. Þá er talið að minnsta kosti 100 manns hafi særst í sprengingunum. 30.9.2005 00:01
Litlar skemmdir í hvassviðri Björgunarsveit var kölluð út í gærkvöld þegar járnplötur fóru að fjúka úr bunka af plötum sem stóð við Gíslabæ á Hellnum á Snæfellsnesi og dreifðust víða um nágrennið. Annars gekk hvassviðrið, sem spáð var, öllu friðsamar yfir en búist var við. Í Reykjavík stóð það til dæmis ekki í nema um það bil tvær klukustundir um miðnæturbil og olli ekki vandræðum. Vindur fór þó upp í 40 metra á sekúndu í kviðum á Kjalarnesi. 30.9.2005 00:01
Fuglaflensa muni breiðast hratt út Sérfræðingar innan Sameinuðu þjóðanna segja fuglaflensuna muni breiðast hratt út um allan heim og geta orðið allt að 150 milljónum manna að bana, verði ekki gerðar ráðstafanir hið snarasta til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Fuglaflensan hefur nú þegar orðið tugum að bana. 30.9.2005 00:01
SÞ óánægðar með Serba Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir óánægju sinni með árangur Serba við að ná stríðsglæpamönnum en Ratko Mladic er þar efstur á lista. Mladic hefur verið á lista stríðsglæpadómstólsins í Haag síðan árið 1995 en talið er að hann hafi stjórnað aftökum þúsunda múslíma á stríðstímum. 30.9.2005 00:01
Samkomulag í nánd í Þýskalandi? Samkomulag gæti verið að nást í stjórnarmyndunarviðræðum stóru flokkanna í Þýskalandi. Angela Merkel, formaður Kristilega demókrataflokksins, sagði á blaðamannafundi í gær að góðar líkur væru á að hún og flokkur hennar mynduðu stjórn með jafnaðarmönnum, að minnsta kosti væru meiri líkur á stjórn stóru flokkanna en nokkru öðru stjórnarmynstri. 30.9.2005 00:01
Roberts verður forseti Hæstaréttar John Roberts sór síðdegis í gær embættiseið sem sautjándi forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna við athöfn í Hvíta húsinu að viðstöddum George Bush forseta landsins og dómurum réttarins. Það var John Paul Stevens, aldursforseti réttarins og sitjandi forseti síðan William Rehnquist lést, sem las Roberts eiðstafinn. Roberts er fimmtugur að aldri og yngsti maður sem tekur við embætti forseta réttarins síðan árið 1801 þegar John Marshall sór embættiseið, þá aðeins 45 ára gamall. 30.9.2005 00:01
Fundu sundurbútað lík stúlku Lögreglumenn í Lundúnum hafa fundið lík fimmtán ára stúlku sem saknað hafði verið síðan á mánudag. Lík stúlkunnar fannst sundurbútað í Catford í suðurhluta Lundúna eftir að lögregla var kölluð á staðinn í kjölfar tilkynningar um að maður hefði skorið sjálfan sig. Hann og kona hans voru bæði handtekin og sæta nú yfirheyrslum um morðið á stúlkunni. 30.9.2005 00:01
Blaðamanni NYT sleppt úr haldi Judith Miller, blaðamanni <em>New York Times</em>, hefur verið sleppt úr haldi eftir nær þriggja mánaða fangelsisvist. Hún var fangelsuð fyrir að neita að gefa upp heimildarmann sinn í tengslum við fréttir af því að nafni leyniþjónustukonunnar Valerie Plame var ljóstrað upp, en slíkt varðar við lög í Bandaríkjunum. 30.9.2005 00:01
Senda viðbótarherlið að girðingu Spánverjar og Marokkóbúar hyggjast senda viðbótarherlið til að takast á við hundruð afrískra innflytjenda sem hafa undanfarna daga reynt að komast yfir rammgerðar vírgirðingar á norðuströnd Afríku yfir landamæri Spánar í von um betra líf. Forsætisráðherrar landanna tveggja komust að samkomulagi um þetta í gær eftir að fimm manns höfðu látist við að reyna að komast yfir girðingarnar. 30.9.2005 00:01
Mannskætt rútuslys í Kasmír 44 eru látnir og svipað margir slasaðir eftir að rúta fór út af fjallvegi í inverska hluta Kasmír-héraðs í gær. Svo virðist sem bílstjórinn hafi misst stjórn á rútunni en vegir á svæðinu þar sem slysið varð munu vera mjög þröngir og brattir. Fregnir herma að hátt í 90 manns hafi verið í rútunni sem tók aðeins 40 farþega og voru fjölmargir á þaki rútunnar þegar hún valt niður bratta hlíð. 30.9.2005 00:01
Jörð skelfur á Papúa Nýju-Gíneu Snarpur Jarðskjálfti skók Papúa Nýju-Gíneu í Suður-Kyrrahafi í gær. Ekki hefur fengið staðfest nákvæmlega hversu öflugur hann er en talið er að hann hafi verið á bilinu 6,1 til 6,8 á Richter. Engar fregnir hafa borist af manntjóni eða skemmdum á mannvirkjum en það gæti átt eftir að breytast þar sem skjálftinn var úti fyrir ströndum afskekktra héraða. 30.9.2005 00:01
Fá lyf við HIV-sjúkdómi nær frítt HIV-smitaðir einstaklingar í Taílandi fá lyf við sjúkdómnum nær ókeypis frá og með morgundeginum. Lyfið kemur ekki í veg fyrir að sjúklingar fái alnæmi en hægir mjög á útbreiðslu HIV-veirunnar í líkamanum. Taíland verður þar með fyrsta landið í Asíu og eitt fyrsta í heimi til að bjóða þegnum sínum svona lyf því sem næst ókeypis. 30.9.2005 00:01
120 látnir af völdum Damrey Að minnsta kosti 120 hafa fundist látnir eftir yfirreið fellibylsins Damrey yfir nokkur lönd í Asíu. Flestir létust í Víetnam, um 50 manns, þegar skyndiflóð urðu í norðurhluta landsins í kjölfar úrhellis sem fylgdi fellibylnum. Gripið hafði verið til mikilla varúðarráðstafana vegna fellibylsins og þurftu m.a. 330 þúsund manns að yfirgefa heimili sín í Víetnam en engu að síður létust margir þar sem erfitt reyndist að spá fyrir um skyndiflóðin. 30.9.2005 00:01
Alvarlegt umferðarslys í Póllandi Að minnsta kosti ellefu eru látnir og tugir slasaðir eftir að skólabíll með hátt í 60 menntaskólanemum skall á vöruflutningabíl í austurhluta Póllands í dag. Reuters-fréttastofan hefur eftir slökkviliði á vettvangi að skólabíllinn hafi lent beint framan á vöruflutningabílnum, snúist á veginum og kjölfarið hafi kviknað í honum. Ungmenninn náðu mörg hver að forða sér úr rútunni en mörg þeirra brenndust illa. 30.9.2005 00:01
Breytingar samþykktar í Alsír Langstærstur hluti kjósenda í Alsír samþykkti í gær breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu sem miðaði að því veita hundruðum íslamskra uppreisnarmanna sakaruppgjöf að hluta til, og binda þannig enda á áratugarlanga borgarastyrjöld í landinu. Rúmlega 97 prósent kjósenda samþykktu breytingarnar, en nærri 80 prósent af kosningabærum mönnum greiddu atkvæði. 30.9.2005 00:01
Opnaði barnahús í Linköping Silvía Svíadrottning opnaði barnahús í Linköping í Svíþjóð í morgun, að íslenskri fyrirmynd, en drottningin kynntist starfsemi Barnahúss hér á landi þegar hún var hér ásamt eiginmanni sínum, Karli Gústaf Svíakonungi, í opinberri heimsókn fyrir rúmu ári. Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu á Íslandi, var viðstaddur opnunina í Svíþjóð, en hann hefur veitt Svíum ráðgjöf við undirbúning starfseminnar. Stefnt er að því að opna fleiri slík hús í Svíþjóð innan tíðar. 30.9.2005 00:01
Frelsaði kynlífsþræla í Birmingham Breska lögreglan frelsaði í gærkvöldi nítján konur, flestar frá Austur-Evrópu, sem var haldið nauðugum á nuddstofu í Birmingham, en líklegt er talið að þær hafi verið þvingaðar til að stunda vændi. Konurnar, sem voru meðal annars frá Lettlandi, Tyrklandi, Póllandi, höfðu verið á nuddstofunni um nokkurt skeið. 30.9.2005 00:01
Höfðu verið þvingaðar til vændis Breska lögreglan frelsaði í gærkvöldi nítján konur, flestar frá Austur-Evrópu, sem var haldið nauðugum á nuddstofu í Birmingham, en talið er að þær hafi verið þvingaðar til að stunda vændi. 30.9.2005 00:01
Evrópubúar mjög drykkfelldir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin vekur í nýrri skýrslu athygli á því hversu margir látast af völdum áfengis eða sjúkdómum tengdum áfengi í Evrópu. Fram kemur að Evrópubúar drekka tvöfalt meira en meðaltalið er í heiminum en árið 2002 létust sex hundruð þúsund manns í Evrópu af völdum áfengis eða sjúkdóma tengdum neyslunni. 30.9.2005 00:01
Lögreglan lét greipar sópa Fjórum lögreglumönnum frá New Orleans hefur verið sagt upp störfum vegna gruns um að þeir hafi látið greipar sópa um verslanir eftir að fellibylurinn Katrín reið yfir borgina. 30.9.2005 00:01
Pólskir pílagrímar dóu í slysi Að minnsta kosti þrettán pólskir unglingar létust í hörðum árekstri rútu og vöruflutningabíls í sunnanverðu Póllandi í gær. 30.9.2005 00:01
Sprengjuárás í Hillah Um 200 manns hafa fallið í hryðjuverkaárásum í Írak undanfarna daga. Ljóst þykir að uppreisnarmenn ætla að kynda undir ófriðarbálinu í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárdrög síðar í mánuðinum. 30.9.2005 00:01
Sleppt úr haldi Judith Miller, blaðamaður New York Times, mætti fyrir dóm í gær og freistaði þess að varpa ljósi á þátt Hvíta hússins í að ljóstra upp um nafn leyniþjónustumanns við bandarísku leyniþjónustuna CIA. Miller hafði setið í fangelsi í 85 daga þegar henni var sleppt gegn loforði um að bera vitni í sérstökum réttarhöldum um samræður hennar í júlí 2003 við Lewis Libby, starfsmannastjóra hjá Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna. 30.9.2005 00:01
Mikil flóð í suðurhluta Mexíkós Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín í suðurhluta Mexíkós vegna mikilla flóða þar að undanförnu en stanslaust hefur rignt síðustu tvær vikur. Alls hafa tveir látist og er búist við versnandi ástandi á næstu dögum. Yfir tvö þúsund manns hefur verið komið fyrir í skólum og á járnbrautarstöðvum og segja yfirvöld þar í landi að unnið sé nú að því að koma upp almennilegum búðum á svæðunum í kring. 29.9.2005 00:01
Íbúðaverð vel yfir meðallagi Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu er komið vel yfir meðallag íbúðaverðs í helstu höfuðborgum Evrópu. Í franskri könnun, sem reyndar nær ekki til Íslands, kemur í ljós að meðalverð íbúðarhúsnæðis er hæst í Lúxemborg, eða 35 milljónir króna, og næsthæst í Bern í Sviss, 31,5 milljónir. Samkvæmt fasteignamatinu hér er meðalverðið 22 til 23 milljónir en aðeins rúmar 14 milljónir í Aþenu og tæpar 14 milljónir í Brussel í Belgíu, svo nokkur dæmi séu tekin. 29.9.2005 00:01
Fundur hafi skilað miklum árangri Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata, sögðu að fundur þeirra í gær hefði skilað miklum árangri þótt ekki lægi enn fyrir hver yrði næsti kanslari landsins. Hvorki jafnaðarmenn né kristilegir demókratar náðu nægu fylgi í kosningunum 18. september til að geta myndað stjórn með samstarfsflokkum sínum og því hafa flokkarnir neyðst til að leita á náðir hvor annars með stjórnarmyndun. 29.9.2005 00:01
Öldungi fleygt út af þingi Skipuleggjendur ársþings Verkamannaflokksins hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir of harkaleg viðbrögð eftir að 82 ára gömlum flokksmanni var hent út af þinginu fyrir að grípa frammi í fyrir Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, í gær. Straw var að verja innrásina í Írak þegar öldungurinn Walter Wolfgang greip frammi í fyrir honum og sagði orð hans kjaftæði. 29.9.2005 00:01
Segja næga olíu í jörðu Næg olía er í jörðu til að endast um áratuga skeið. Þetta segja Sádi-Arabar sem héldu fund með stjórnendum Exxon Mobil, stærsta olíufélags heims, í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í gær, en umræður um að olían sé að ganga til þurrðar hafa aukist mikið. 29.9.2005 00:01
Skógareldar í Kaliforníu Miklir skógareldar geisa á tveim stöðum í Kaliforníu. Rúmlega 1500 hektarar lands hafa nú orðið eldinum að bráð og fjölmargir hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Eitt þúsund slökkviliðsmenn berjast nú við eldana og nú fyrir stundu gaf bandaríska veðurstofan út vindviðvörun í Suðvestur-Kaliforníu þar sem vindhraðinn er nú 64 kílómetrar á mínútu og því talið að eldarnir geti breiðst hratt út. 29.9.2005 00:01
Skutu palestínska byssumenn Ísraelskir hermenn skutu þrjá Palestínumenn til bana nærri bænum Jenín á Vesturbakkanum í nótt í leit sinni að herskáum uppreisnarmönnum. Að sögn ísraelska hersins skutu tveir byssumenn, sem taldir voru félagar í Íslamska Jihad, á hermennina sem svöruðu með skothríð. Hins vegar segja palestínsk vitni að herinn hafi skotið mennina tvo þar sem þeir földu sig uppi í ólífutré. 29.9.2005 00:01
Situr Huntely inni til æviloka? Ian Huntley, sem var fundinn sekur um morð á tveimur tíu ára stúlkum í Soham í Englandi fyrir þremur árum, fær í dag að vita hvort hann verði látinn dúsa í fangelsi það sem hann á ólifað en hann var á sínum tíma dæmdur í lífstíðarfangelsi. Samkvæmt breskum lögum kemur það í hlut dómara að ákveða hvort afbrotamaður sem fær lífstíðardóm sitji bak við lás og slá til æviloka eða verði sleppt fyrr úr haldi. 29.9.2005 00:01
Lífverði al-Sadr sýnt banatilræði Tveir féllu og fimm særðust eftir að sprengja, sem komið var fyrir á heimili lífvarðar sjítamúslimans Moqtada al-Sadrs í Írak, sprakk í gærkvöld. Fórnarlömbin voru ættingjar lífvarðarins sem hafði margoft fengið viðvörun um að yfirgefa samtök al-Sadrs. 29.9.2005 00:01
Hvetja til barneigna í Frakklandi Stjórnvöld í Frakklandi vilja efla kynlíf og fjölga landsmönnum og ætla í því skyni að hækka greiðslur hins opinbera til þeirra sem eignast þriðja barnið. Franski forsætisráðherrann segir fæðingartíðni í landinu vera of lága þrátt fyrir að hún sé hærri í Frakklandi en í mörgum öðrum Evrópulöndum. 29.9.2005 00:01
Aðstoðarmaður Rasmussens ákærður Áróðursmeistari og aðstoðarmaður Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, virðist geyma fleiri beinagrindur í skápnum en áður hefur verið talið. Töluvert hefur blásið um hann undanfarið og nú hefur hann formlega verið ákærður fyrir fjárdrátt og margvíslegt fjármálamisferli sem varðar meðal annars óeðlilegan risnukostnað og misnotkun á fé ríkisins. 29.9.2005 00:01
Yfir 60 taldir með fuglaflensu Ríflega sextíu manns eru nú taldir hafa smitast af fuglaflensu í Indónesíu að undanförnu að því er yfirvöld í landinu greindu frá í dag. Ekki er þó búið að staðfesta að allt fólkið sé með veikina, sem getur verið banvæn, en þegar hafa fimm manns látist af völdum hennar í Indónesíu frá því í júlí. 29.9.2005 00:01
Innkalla ákveðnar gerðir af Saab Saab-bílaverksmiðjurnar hafa ákveðið að innkalla 300 þúsund bifreiðar af gerðinni Saab 9-3s og 9-5s af árgerð 2000 til og með 2002 vegna galla í kveikjukerfi þar sem kerfið hefur tilhneigingu til að yfirhitna. Við innköllun verður skipt um kveikjukerfi í bílunum. Innköllunin er á heimsvísu svo að íslenskir eigendur þessara bíla geta átt von á því að samband verði haft við þá á komandi mánuðum og skipt um kveikjukerfið. 29.9.2005 00:01
Ríflega 50 látnir vegna Damrey 54 eru látnir eða saknað eftir mikil flóð í norðurhluta Víetnams sem rekja má til yfirreiðar fellibylsins Damrey. Gríðarmikil úrkoma fygldi fellibylnum sem leiddi til þess að ár flæddu yfir bakka sína og þrátt fyrir að 330 þúsund manns hafi verið fluttir af hættusvæðum en fjölmargra saknað eftir hamfarirnar. 29.9.2005 00:01
Innflytjendur látast við girðingu Í það minnsta tveir létust þegar um 600 ólöglegir innflytjendur reyndu að brjóta sér leið inn í Ceuta, spánskt landsvæði á Miðjarðarhafsströnd Norður-Afríku. Arabíska sjónvarpsstöðin al-Jazeera og spænskir fjölmiðlar segja allt að sex hafa látist í troðningi og af völdum skotsára en það hefur ekki fengist staðfest. Fólkið reyndi að komast yfir rammgerðar vírgirðingar sem loka héraðið af. 29.9.2005 00:01
HIV-veiran hugsanlega að veikjast Hugsanlegt er að HIV-veiran, sem veldur alnæmi, sé að veikjast þannig að hún fjölgi sér hægar og sé viðkvæmari fyrir lyfjum. Þetta eru niðurstöður rannsókna vísindamanna í Antwerpen í Belgíu sem birtar voru nýlega í tímaritinu <em>Aids</em>. Hingað til hefur það verið talið að HIV-veiran styrktist eftir því sem hún bærist á milli manna en samkvæmt þessum nýju rannsóknum virðist hið gagnstæða vera rétt. 29.9.2005 00:01
Barnahús opnað í Svíþjóð Fyrsta Barnahúsið í Svíþjóð verður opnað í Linköping á morgun með formlegri athöfn að viðstaddri Silvíu drottningu. Svíar hafa sótt fyrirmyndina til Íslands og að því er fram kemur í tilkynningu frá Barnahúsi hefur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, verið boðið að vera viðstaddur opnunarathöfina ásamt sendiherra Íslands í Stokkhólmi. 29.9.2005 00:01
Fann fóstur við fíkniefnaleit Kólumbíska lögreglan fann óvænt þrjú fóstur við hefðbundna leit að eiturlyfjum í smylgvarningi. Fóstrin eru talin vera fjögurra til fimm mánaða gömul. Fóstrin voru vandlega innpökkuð í plast og þeim komið fyrir í líkneski af dýrlingi og var böggullinn á leið til Miami. Lögreglan telur að nota hafi átt fóstrin við einhvers konar djöfladýrkun eða slíkar athafnir en hún gefur þó ekki upp hvers vegna hún telur svo vera. 29.9.2005 00:01
Komu að frelsun breskra hermanna Danskir hermenn komu að umdeildri árás breska hersins á lögreglustöð í bænum Basra í Írak í síðustu viku þar sem tveir breskir hermenn voru frelsaðir. Þetta staðfestir Sören Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur, við danska blaðið <em>Information</em>. 29.9.2005 00:01
Huntley dæmdur í 40 ára fangelsi Hæstiréttur Bretlands hefur dæmt Ian Huntley í fjörutíu ára fangelsi fyrir morðið á hinum tíu ára gömlu Jessicu Chapman og Holly Wells. Stúlkurnar hurfu haustið 2002, en illa farin líkin af þeim fundust í skóglendi hálfum mánuði síðar. Fyrrverandi unnusta Huntleys, Maxine Carr, hafði áður fengið þriggja og hálfs árs dóm fyrir að tefja rannsókn málsins. Hún var látin laus í fyrra og fer nú huldu höfði. 29.9.2005 00:01
Byggðir að sökkva vegna hlýnunar Byggðir í Alaska eru hreinlega að sökkva vegna hlýnunar á norðurslóðum og lífverur eru í vanda á svæðinu vegna breytts umhverfis. 29.9.2005 00:01