Erlent

Blaðamanni NYT sleppt úr haldi

Judith Miller, blaðamanni New York Times, hefur verið sleppt úr haldi eftir nær þriggja mánaða fangelsisvist. Hún var fangelsuð fyrir að neita að gefa upp heimildarmann sinn í tengslum við fréttir af því að nafni leyniþjónustukonunnar Valerie Plame var ljóstrað upp, en slíkt varðar við lög í Bandaríkjunum. Blaðamaðurinn Miller mun hafa komist að samkomulagi við heimildarmann sinn um að gefa upp nafn hans, en það mun vera Lewis Libby, starfsmannastjóri Dicks Cheney, varaforeta Bandaríkjanna. Miller mun nú koma fyrir nefnd sem rannsakar það hvernig nafni leyniþjónustukonunnar Plame var lekið fyrir tveimur árum, en eiginmaður Plame hefur sakað menn innan ríkisstjórnar George Bush um að leka því til þess að hefna fyrir gagnrýni hans á hendur stjórninni vegna sönnunargagna sem lögð voru fram til að réttlæta innrásina í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×