Erlent

Lögreglan lét greipar sópa

Fjórum lögreglumönnum frá New Orleans hefur verið sagt upp störfum vegna gruns um að þeir hafi látið greipar sópa um verslanir eftir að fellibylurinn Katrín reið yfir borgina. Rannsókn málsins hófst þegar fréttamyndir sýndu lögregluþjóna með fangið fullt af góssi. Talið er að í það minnsta tólf laganna verðir hafi gerst sekir um gripdeildir í kjölfar hamfaranna en sumir þeirra munu þó einungis hafa tekið brýnustu nauðsynjar, svo sem mat, til að geta haldið störfum sínum áfram. Þeir sem sagt var upp eru hins vegar ásakaðir um að hafa stolið raftækjum og skartgripum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×