Erlent

Litlar skemmdir í hvassviðri

Björgunarsveit var kölluð út í gærkvöld þegar járnplötur fóru að fjúka úr bunka af plötum sem stóð við Gíslabæ á Hellnum á Snæfellsnesi og dreifðust víða um nágrennið. Annars gekk hvassviðrið, sem spáð var, öllu friðsamar yfir en búist var við. Í Reykjavík stóð það til dæmis ekki í nema um það bil tvær klukustundir um miðnæturbil og olli ekki vandræðum. Vindur fór þó upp í 40 metra á sekúndu í kviðum á Kjalarnesi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×