Erlent

Fundur hafi skilað miklum árangri

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Angela Merkel, leiðtogi Kristilegra demókrata, sögðu að fundur þeirra í gær hefði skilað miklum árangri þótt ekki lægi enn fyrir hver yrði næsti kanslari landsins. Hvorki jafnaðarmenn né kristilegir demókratar náðu nægu fylgi í kosningunum 18. september til að geta myndað stjórn með samstarfsflokkum sínum og því hafa flokkarnir neyðst til að leita á náðir hvor annars með stjórnarmyndun. Kristilegir fengu þó meira fylgi og segir Merkel að það veiti sér umboð til að verða næsti kanslari Þýskalands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×