Erlent

Breytingar samþykktar í Alsír

Langstærstur hluti kjósenda í Alsír samþykkti í gær breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu sem miðaði að því veita hundruðum íslamskra uppreisnarmanna sakaruppgjöf að hluta til, og binda þannig enda á áratugarlanga borgarastyrjöld í landinu. Rúmlega 97 prósent kjósenda samþykktu breytingarnar, en nærri 80 prósent af kosningabærum mönnum greiddu atkvæði. Stjórnmálaskýrendur segja að með þessu hafi þjóðin gefið skýrt til kynna að hún vilji frið og sættir í landinu, en rúmlega 150 þúsund manns hafa fallið í átökum í Alsír á síðustu tíu árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×