Erlent

Mannskætt rútuslys í Kasmír

44 eru látnir og svipað margir slasaðir eftir að rúta fór út af fjallvegi í inverska hluta Kasmír-héraðs í gær. Svo virðist sem bílstjórinn hafi misst stjórn á rútunni en vegir á svæðinu þar sem slysið varð munu vera mjög þröngir og brattir. Fregnir herma að hátt í 90 manns hafi verið í rútunni sem tók aðeins 40 farþega og voru fjölmargir á þaki rútunnar þegar hún valt niður bratta hlíð. Slys sem þessi eru algeng í Indlandi og árlega deyja þar þúsundir manna vegna lélegra samgagna, óvarkárni bílstjóra og lélegs ástands ökutækja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×