Erlent

Situr Huntely inni til æviloka?

Ian Huntley, sem var fundinn sekur um morð á tveimur tíu ára stúlkum í Soham í Englandi fyrir þremur árum fær í dag að vita hvort hann verði látinn dúsa í fangelsi það sem hann á ólifað en hann var á sínum tíma dæmdur í lífstíðarfangelsi. Samkvæmt breskum lögum kemur það í hlut dómara að ákveða hvort afbrotamaður sem fær lífstíðardóm sitji bak við lás og slá til æviloka eða verði sleppt fyrr úr haldi. Í dag rennur upp sá dagur að dómari úrskurðar um það í máli Huntley.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×