Erlent

Roberts verður forseti Hæstaréttar

John Roberts sór síðdegis í gær embættiseið sem sautjándi forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna við athöfn í Hvíta húsinu að viðstöddum George Bush forseta landsins og dómurum réttarins. Það var John Paul Stevens, aldursforseti réttarins og sitjandi forseti síðan William Rehnquist lést, sem las Roberts eiðstafinn. Roberts er fimmtugur að aldri og yngsti maður sem tekur við embætti forseta réttarins síðan árið 1801 þegar John Marshall sór embættiseið, þá aðeins 45 ára gamall.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×