Erlent

Fuglaflensa muni breiðast hratt út

Sérfræðingar innan Sameinuðu þjóðanna segja fuglaflensuna muni breiðast hratt út um allan heim og geta orðið allt að 150 milljónum manna að bana, verði ekki gerðar ráðstafanir hið snarasta til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. Fuglaflensan hefur nú þegar orðið tugum að bana. Þá er einnig talið að tugir milljóna fugla hafi drepist af völdum hennar. Sérfræðingar segja að um meiri háttar alheimsvandamál verði að ræða innan skamms tíma ef ekkert verður að gert og hvetja stjórnvöld allra ríkja til að bregðast við og það hratt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×