Erlent

Alvarlegt umferðarslys í Póllandi

Að minnsta kosti ellefu eru látnir og tugir slasaðir eftir að skólabíll með hátt í 60 menntaskólanemum skall á vöruflutningabíl í austurhluta Póllands í dag. Reuters-fréttastofan hefur eftir slökkviliði á vettvangi að skólabíllinn hafi lent beint framan á vöruflutningabílnum, snúist á veginum og kjölfarið hafi kviknað í honum. Ungmenninn náðu mörg hver að forða sér úr rútunni en mörg þeirra brenndust illa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×