Erlent

Samkomulag í nánd í Þýskalandi?

Samkomulag gæti verið að nást í stjórnarmyndunarviðræðum stóru flokkanna í Þýskalandi. Angela Merkel, formaður Kristilega demókrataflokksins, sagði á blaðamannafundi í gær að góðar líkur væru á að hún og flokkur hennar mynduðu stjórn með jafnaðarmönnum, að minnsta kosti væru meiri líkur á stjórn stóru flokkanna en nokkru öðru stjórnarmynstri. Í vikunni hafa flokkarnir tveir lagt áherslu á að ræða þau málefni sem þeir eru sammála um. Ekkert hefur verið sagt síðustu daga um hvor flokkanna fái kanslarastólinn náist samkomulag um stjórnarmyndun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×