Erlent

Senda viðbótarherlið að girðingu

Spánverjar og Marokkóbúar hyggjast senda viðbótarherlið til að takast á við hundruð afrískra innflytjenda sem hafa undanfarna daga reynt að komast yfir rammgerðar vírgirðingar á norðuströnd Afríku yfir landamæri Spánar í von um betra líf. Forsætisráðherrar landanna tveggja komust að samkomulagi um þetta í gær eftir að fimm manns höfðu látist við að reyna að komast yfir girðingarnar. Ekki er ljóst hvernig fólkið lést en fregnir hafa bæði borist af því að tveir mannanna hafi verið skotnir og að fólkið hafi allt látist eftir að hafa kramist upp við girðinguna



Fleiri fréttir

Sjá meira


×