„Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júlí 2025 19:01 Unnar segir lögreglu fylgjast vel með leigubílamarkaðnum. Lögregla biðlar til almennings um að blanda sér ekki í mál lögreglu og treysta henni til þess að sinna sínum verkefnum. Tilefnið er hópur manna sem kennir sig við Skjöld Íslands sem segir yfirvöld sýna andvaraleysi þegar kemur að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. Greint var frá því í gær að hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafi tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda vegna hælisleitendamála og leigubílamarkaðarins og héldu þeir einkennisklæddir í eftirlitsgöngu um miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöld. Samnefndur Facebook hópur telur um 1200 meðlimi og er einn stjórnenda hópsins Sveinn Hjörtur Guðfinnsson fyrrum kosningastjóri Lýðræðisflokksins. Meðlimir hópsins hafa hafnað því að veita fréttastofu viðtöl þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Lögregla sagði í dag í svörum til fréttastofu að um varhugaverða þróun væri að ræða. s Fylgjast vel með stöðunni Unnar Már Ástþórsson varðstjóri segir lögreglu fylgjast vel með stöðunni á leigubílamarkaðnum. „Og við hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því. Það getur vel verið að fólk finnist það að við þurfum að gera eitthvað betur og þá bara tökum við það til okkar og reynum að gera betur.“ Lögregla geri auk þess ýmislegt sem ekki sé mikið í opinberri umfjöllun. „Í fyrra gerðum við tvær eftirlitsferðir á þessum hópi sem kom alveg í ljós að hlutirnir voru kannski ekki alveg eins og við vildum hafa þá og leigubílstjórar brugðust við því, flestir og lagfærðu sína hluti.“ Þá fullyrti hópurinn að meðlimir hans hefðu heyrt ótal sögur um brot leigubílstjóra sem aldrei hefðu ratað til lögreglu. Unnar hvetur fólk til að leita ávallt til lögreglu. „Af því við þurfum þá að vinna með það með öðrum stofnunum og útgefenda leyfis sem er þá Samgöngustofa.“ Þá lýstu þeir því að þeir hefðu tekið eftir manni með langt sverð á Ingólfstorgi og sögðu þeir lögreglu ekkert hafa aðhafst vegna mannsins, sem er af erlendu bergi brotinn. Unnar segir lögreglu hafa fylgst vel með manninum. „Hann var ekki með sverð, við getum staðfest það. Hann var hinsvegar með áhald sem hann var að leika listir sínar með, sem hann notaði ekki gegn neinum, áreitti ekki neinn og hafði ekki samskipti við neinn á meðan við vorum þarna og höfðum eftirlit með svæðinu sem hann var á.“ Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21. júlí 2025 16:56 Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. 22. júlí 2025 12:00 Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafa tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast vera komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda þegar komi að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. Þeir viti vel af fortíð sinni en vilji standa vaktina í að gæta að framtíð Íslands. 21. júlí 2025 15:24 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Greint var frá því í gær að hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafi tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda vegna hælisleitendamála og leigubílamarkaðarins og héldu þeir einkennisklæddir í eftirlitsgöngu um miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöld. Samnefndur Facebook hópur telur um 1200 meðlimi og er einn stjórnenda hópsins Sveinn Hjörtur Guðfinnsson fyrrum kosningastjóri Lýðræðisflokksins. Meðlimir hópsins hafa hafnað því að veita fréttastofu viðtöl þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Lögregla sagði í dag í svörum til fréttastofu að um varhugaverða þróun væri að ræða. s Fylgjast vel með stöðunni Unnar Már Ástþórsson varðstjóri segir lögreglu fylgjast vel með stöðunni á leigubílamarkaðnum. „Og við hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því. Það getur vel verið að fólk finnist það að við þurfum að gera eitthvað betur og þá bara tökum við það til okkar og reynum að gera betur.“ Lögregla geri auk þess ýmislegt sem ekki sé mikið í opinberri umfjöllun. „Í fyrra gerðum við tvær eftirlitsferðir á þessum hópi sem kom alveg í ljós að hlutirnir voru kannski ekki alveg eins og við vildum hafa þá og leigubílstjórar brugðust við því, flestir og lagfærðu sína hluti.“ Þá fullyrti hópurinn að meðlimir hans hefðu heyrt ótal sögur um brot leigubílstjóra sem aldrei hefðu ratað til lögreglu. Unnar hvetur fólk til að leita ávallt til lögreglu. „Af því við þurfum þá að vinna með það með öðrum stofnunum og útgefenda leyfis sem er þá Samgöngustofa.“ Þá lýstu þeir því að þeir hefðu tekið eftir manni með langt sverð á Ingólfstorgi og sögðu þeir lögreglu ekkert hafa aðhafst vegna mannsins, sem er af erlendu bergi brotinn. Unnar segir lögreglu hafa fylgst vel með manninum. „Hann var ekki með sverð, við getum staðfest það. Hann var hinsvegar með áhald sem hann var að leika listir sínar með, sem hann notaði ekki gegn neinum, áreitti ekki neinn og hafði ekki samskipti við neinn á meðan við vorum þarna og höfðum eftirlit með svæðinu sem hann var á.“
Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21. júlí 2025 16:56 Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. 22. júlí 2025 12:00 Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafa tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast vera komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda þegar komi að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. Þeir viti vel af fortíð sinni en vilji standa vaktina í að gæta að framtíð Íslands. 21. júlí 2025 15:24 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21. júlí 2025 16:56
Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. 22. júlí 2025 12:00
Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafa tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast vera komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda þegar komi að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. Þeir viti vel af fortíð sinni en vilji standa vaktina í að gæta að framtíð Íslands. 21. júlí 2025 15:24