Fleiri fréttir Ahtisaari er líklegur Miklar getgátur eru nú uppi um hver mun hreppa Friðarverðlaun Nóbels, en tilkynnt verður um hverjir tilnefndir eru 7. október næstkomandi. 29.9.2005 00:01 Kjósa um friðarsamkomulag Íbúðar Norður-Afríkulandsins Alsír kusu í gær um friðarsamkomulag, sem ríkisstjórnin trúir að muni hjálpa landinu við að rétta úr kútnum eftir 13 ára uppreisn heittrúaðra íslamstrúarmanna. Andstæðingar segja hins vegar að samkomulagið muni einungis hvítþvo glæpina sem áttu sér stað á þessum árum. 29.9.2005 00:01 Hollensku lögin rýmkuð Hollenska ríkisstjórnin ætlar sér að auka við lög um líknardráp þar í landi, og setja viðmiðunarreglur um hvenær læknar megi binda enda á líf dauðvona nýbura, séu foreldrar samþykkir því. 29.9.2005 00:01 Hollensku lögin rýmkuð Hollenska ríkisstjórnin ætlar sér að auka við lög um líknardráp þar í landi, og setja viðmiðunarreglur um hvenær læknar megi binda enda á líf dauðvona nýbura, séu foreldrar samþykkir því. 29.9.2005 00:01 Hlaut afgerandi kosningu Tilnefning John Roberts í stöðu hæstaréttardómara í Bandaríkjunum, var staðfest í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. Ákvörðun Georg Bush um að tilnefna Roberts var mjög umdeild á sínum tíma en hann fékk engu að síður afgerandi kosningu. 29.9.2005 00:01 50 látnir - 100 særðir Að minnsta kosti 50 manns eru sagðar látnir og 100 særðir eftir að röð bílsprengna sprakk norður af Bagdad fyrir stundu. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um ódæðið að svo stöddu. 29.9.2005 00:01 Fóstur í póstsendingu Lögreglumönnum rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar þrjú fóstur fundust í póstsendingu á leið til Miami í gær. </font /> 29.9.2005 00:01 Brjótast milli heimsálfa Í það minnsta tveir létust þegar um sex hundruð manns reyndu að brjóta sér leið til Spánar yfir landamæri Marokkós. 29.9.2005 00:01 Fá að snúa til baka Fleiri íbúar New Orleans mega snúa aftur til borgarinnar á morgun, en margir þeirra hafa ekki að neinu að hverfa. Sum hverfi hafa hreinlega þurrkast út. Íbúar átta tiltekinna póstnúmerasvæða mega vitja heimila sinna snemma í fyrramálið. 29.9.2005 00:01 Huntley-dómur staðfestur Hæstiréttur Bretlands hefur staðfest fjörutíu ára fangelsisdóm yfir Ian Huntley sem myrti vinkonurnar Jessicu Chapman og Holly Wells. 29.9.2005 00:01 Skógareldar í Kaliforníu Miklir skógareldar geisa nú við Los Angeles. Þrettán hundruð slökkviliðsmönnum gengur lítið sem ekkert að ráða við þá. 29.9.2005 00:01 Bretum blöskrar óhollustan Bretum blöskrar óhollustan í grunnskólum landsins og vilja hamborgara og pítsur burt úr mötuneytunum með lögum hið snarasta. Sælgæti, snakk og gos í skólastofunni mun einnig heyra sögunni til 29.9.2005 00:01 Töf á aðildarsamningum við Tyrki? Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands, segir að samninganefnd Tyrklands í fyrirhuguðum aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði ekki send til að hefja viðræðurnar nema henni berist fyrst skjalið sem geymir samningsumboð ESB. "Auðvitað er hugsanlegt að viðræðurnar hefjist ekki," sagði hann, en áformað var að þær hæfust á mánudag. 29.9.2005 00:01 Yfir 60 manns sprengdir í Írak Þrír sjálfsmorðssprengjumenn sprengdu í gær nær samtímis bílsprengjur í bæ norður af Bagdad, þar sem flestir íbúar eru sjía-múslimar. Að minnsta kosti sextíu manns létu lífið og um 70 særðust, að því er sjúkrahúslæknir greindi frá. Fimm bandarískir hermenn féllu í sprengingu í bæ í vesturhluta landsins. 29.9.2005 00:01 Abu Ghraib-myndir skulu afhentar Aðgangur skal veittur að áður óbirtum ljósmyndum af misþyrmingum á föngum í Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdad. Þetta var niðurstaða bandarísks alríkisdómara í New York, en hann gekk þvert á vilja bandarískra stjórnvalda sem segja dreifingu myndanna skaða ímynd Bandaríkjanna. 29.9.2005 00:01 Lögregla ásökuð um gripdeildir Talsmenn lögreglunnar í New Orleans greindu frá því í gær að hafin væri rannsókn á því hvað hæft væri í ásökunum um að á annan tug lögreglumanna hefðu gerst sekir um þátttöku í gripdeildum í ringulreiðinni í kjölfar fellibylsins Katrínar. 29.9.2005 00:01 Kanadaher haldið á horriminni Kanadíski herinn er "veiklaður" og allt of litlu fjármagni er varið til varna landsins. Þetta er niðurstaða skýrslu sem unnin var á vegum öldungadeildar kanadíska þingsins og birt var í gær. 29.9.2005 00:01 Næstæðsti maður al-Qaida drepinn Bandarískar og íraskar öryggissveitir hafa ráðið annan valdamesta yfirmann innan hryðjuverkasamtakanna al-Qaida í Bagdad af dögum. Abdullah Abu Azzam er talinn hafa skipulagt fjölda sjálfsmorðsárása í borginni síðan í apríl sem orðið hafa hundruðum að bana en fimmtíu þúsund dollarar voru settir honum til höfuðs eða rúmlega þrjár milljónir króna. 28.9.2005 00:01 England dæmd í 3 ára fangelsi Lynndie England, sem í gær var fundin sek um að hafa misþyrmt og niðurlægt íraska fanga í Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdad, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi. Baðst England afsökunar á framferði sínu eftir að dómurinn var kveðinn upp en sagðist jafnframt hafa gert það að undirlagi þáverandi unnusta síns, sem einnig var hermaður. 28.9.2005 00:01 Vara við flóðum vegna fellibyls Yfirvöld í Víetnam gáfu í dag út flóðaviðvaranir í kjölfar þess að fellibylurinn Damrey reið yfir norður- og miðhluta landsins. Þegar hafa fimm látist af völdum fellibylsins í landinu. Yfirvöld höfðu komið upp sjóvarnargörðum til þess að reyna að koma í veg fyrir flóð vegna fellibylsins en skörð komu í garðana þannig að það flæddi m.a. yfir hrísgrjónaakra á svæðinu. 28.9.2005 00:01 Tilbúnir til viðræðna við Taívana Kínversk stjórnvöld segjast tilbúin hvenær sem er til að hefja viðræður við Taívan um samband þessara tveggja þjóða. Li Wei Yi, talsmaður Kína í málum Taívana, sagði í yfirlýsingu sem stjórnvöld sendu frá sér í gær að mikilvægt væri fyrir báða aðila að gott samkomulag væri þarna á milli og að unnið yrði í því að bæta þau. 28.9.2005 00:01 Rafmagn fór af Gasaborg eftir árás Allt rafmagn fór af Gasaborg eftir að Ísraelsher skaut tugum eldflauga á svæðið í gærkvöld skömmu eftir að herskáir Palestínumenn höfðu lofað að hætta árásum en síðan skotið eldflaug á Ísrael. 28.9.2005 00:01 Mannskætt rútuslys í Perú Að minnsta kosti átján manns létust og 40 slösuðust þegar tvær rútubifreiðar lentu í árekstri á hraðbraut í Perú í gærkvöld. Slysið varð 270 kílómetra suður af höfuðborginni Lima þegar önnur rútan reyndi að fara fram úr bíl en ók þá í veg fyrir aðra rútu sem kom úr gagnstæðri átt. 28.9.2005 00:01 Tekinn af lífi fyrir morð Alan Matheney var tekinn af lífi í Indiana í Bandaríkjunum í nótt að íslenskum tíma. Matheney var dæmdur til dauða fyrir morðið á fyrrverandi eiginkonu sinni. Morðið framdi hann árið 1989 þegar hann fékk átta klukkustunda langt leyfi úr fangelsi þar sem hann afplánaði fyrri fangelsisdóm fyrir að hafa ráðist á eiginkonuna fyrrverandi, nauðgað henni og skilið eftir nær dauða en lífi. 28.9.2005 00:01 Leituðu músar í flugvél Heldur óvenjulegur laumufarþegi fannst í flugvél á vegum Qatar Airways þegar verið var að undirbúa flugtak frá flugvellinum í Maníla á dögunum. Einn úr áhöfinni kom þá auga á litla mús sem skaust á milli sæta í farþegarými vélarinnar. Flugstjórinn greip til þess ráðs að skipa öllum 250 farþegunum að fara út út vélinni á meðan reynt var að ná nagdýrinu. 28.9.2005 00:01 Margir særðir eftir sprengjuárás <font size="2"> Sjálfsmorðssprengjuárás var gerð við nýliðaskráningu í bænum Tal Afar í Írak rétt í þessu. Árásarmaðurinn lést sjálfur í árásinni og að minnsta kosti sautján manns særðust í árásinni. Engar fréttir hafa enn borist af því að aðrir en árásarmaðurinn hafi farist í árásinni. </font> 28.9.2005 00:01 Hyggjast banna ruslfæði í skólum Ruth Kelly, menntamálaráðaherra Bretlands, tilkynnir í dag á þingi Verkamannaflokksins að til standi að banna allt ruslfæði í breskum skólum innan árs í viðleitni til að bæta heilsu breskra barna. Umræða um hollari máltíðir í skólum komst í hámæli í kosningunum í Bretlandi í vor en þá vakti sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver athygli á málinu og hefur hann leitt baráttuna fram til þessa. 28.9.2005 00:01 Nýr landsstjóri í Kanada Michaëlle Jean sór í gær embættiseið sem nýr landsstjóri í Kanada en hún er fyrsti blökkumaðurinn sem gegnir þessu embætti. Skipan hennar hefur verið vel tekið víðast hvar í Kanada en var þó ekki óumdeild. Landsstjórinn er fulltrúi Bretadrottningar sem er eiginlegur þjóðhöfðingi Kanada. 28.9.2005 00:01 Ósátt við að sleppa úr fangelsi Sylvia Hardy, 73 ára ensk kona á eftirlaunum, var allt annað en sátt þegar henni var sleppt úr fangelsi, tveimur dögum eftir að hún hóf afplánun vikulangs fangelsisdóms. Hardy neitað að borga andvirði tæpra 6000 króna í skatta í mótmælaskyni við skattahækkanir sveitarfélagsins síns. 28.9.2005 00:01 Lögreglustjóri New Orleans hættir Lögreglustjórinn í New Orelans hefur sagt starfi sínu lausu, fjórum vikum eftir að fellibylurinn Katrín reið þar yfir. Samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins gaf hann engar skýringar á brotthvarfi sínu og þá neitaði hann að svara spurningum fréttamanna um málið. 28.9.2005 00:01 Skortur á iðrun kostnaðarsamur Reiði og streita í kjölfar bílslysa kostar bresk tryggingfélög og bíleigendur miljónir punda á hverju ári. Nýleg bresk rannsókn bendir til þess að skortur á iðrun og þá afsökun ökumanna sem valda umferðaslysum leiði til þess að ökumenn ýkja bæði líkamlega áverka og tjón á farartækjum. 28.9.2005 00:01 Aftur ráðist á ráðningarstöð Að minnsta kosti sjö létust og 37 særðust þegar kona sprengdi sig í loft upp við ráðningarstöð írakska hersins í bænum Tal Afar nærri landamærum Sýrlands í dag. Nokkur fjöldi manna var á staðnum að skrá sig í herinn þegar árásin var gerð, en sams konar árás var gerð við ráðningarstöð í bænum Bakúba í gær. Þar létust tíu og 30 særðust. 28.9.2005 00:01 Birgja sig upp af fuglaflensulyfi Yfirvöld á Taílandi hafa komið sér upp miklum birgðum af lyfinu Tamiflu sem er eina þekkta lyfið sem hægt er að nota gegn fuglaflensu í mönnum. Með þessu vilja stjórnvöld vera við öllu búin ef veikin verður að faraldri í landinu, en fuglaflensa greindist í fólki í landinu á síðasta ári. 28.9.2005 00:01 Viðræður hefjast á ný í Þýskalandi Gerhard Schröder, leiðtogi Jafnaðarmanna, og Angela Merkel, leiðtog Kristilegra demókrata, hefja í dag aftur viðræður um myndun samsteypustjórnar í Þýskalandi í kjölfar kosninga til þýska sambandsþingsins 18. september síðastliðinn. Viðræður hófust í síðustu viku en upp úr þeim slitnaði þar sem bæði Merkel og Schröder gerðu bæði tilkall til kanslaraembættisins, en fylkingar þeirra fengu svipað fylgi í kosningunum. 28.9.2005 00:01 Írakar reiðir vegna dóms Reiði braust út meðal almennings í Írak þegar kunnugt varð að Lynndie England fengi aðeins þriggja ára fangelsisdóm fyrir að misþyrma og niðurlægja írakska fanga í Abu Ghraib fangelsinu. 28.9.2005 00:01 Hryllingssögur hafi verið ýktar Komið hefur í ljós að hryllingssögur frá New Orleans í kjölfar þess að fellibylurinn Katrín reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna voru orðum auknar eða jafnvel uppspuni frá rótum. Þetta þykir áfall fyrir bandaríska fjölmiðla. 28.9.2005 00:01 Járnaldarfrú finnst í Danmörku 1600 ára gamalt lík af konu fannst í Taastrup í Danmörku á mánudag. Konan, sem hefur nú hlotið hefur nafnið Járnaldarfrúin, hefur að líkindum verið öldruð þegar hún lést, en líkið hefur varðveist mjög vel. Það sama gildir um dýrindis perluklæði hennar og skartgripi sem þykja benda til að hún hafi verið af háum stigum. 28.9.2005 00:01 Ráðist á hersveitir í Kabúl Níu létust og 27 særðust í sjálfsmorðssprengjuárás á afganskar hersveitir í Kabúl fyrir stundu. Ekki hafa enn borist fregnir af því hver ber ábyrgð á árásinni. Hermennirnir sátu í rútu á leið frá þjálfunarbúðum í útjarðri borgarinnar. Þrjár aðrar rútur skemmdust í sprengingunni. 28.9.2005 00:01 Enga óhollustu í breskum skólum Nemendur í breskum skólum mun innan árs aðeins vera borinn á borð hollur matur í skólamötuneytum. Banna á allan fituríkan mat, saltan og sykraðan í mötuneytum í enskum skólum og jafnframt alla sjálfsala sem selja gos og sælgæti. 28.9.2005 00:01 Talíbanar lýsa yfir ábyrgð Talíbanar hafa lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni sem gerð var á afganskar hersveitir í Kabúl í dag. Níu létust og tuttugu og sjö særðust í árásinni. 28.9.2005 00:01 Hyggjast hraða stjórnarmyndun Kazimierz Marcinkiewicz, sem væntanlega verður næsti forsætisráðherra Póllands, hét því í gær að mynda "sterka og stöðuga" ríkisstjórn, er hægriflokkarnir tveir sem unnu nýafstaðnar þingkosningar settu sig í stellingar til að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 28.9.2005 00:01 Þreifingar í Þýskalandi Aðstoðarmenn Gerhards Schröder, fráfarandi kanslara Þýskalands úr Jafnaðarmannaflokknum, og Angelu Merkel, formanns Kristilegra demókrata, sýndu engin merki um vilja til málamiðlunar í deilunni um það hvort þeirra ætti að verða kanslari er forystumenn beggja flokka settust niður í gær til að halda áfram þreifingum um hugsanlegt stjórnarsamstarf. 28.9.2005 00:01 Ellilífeyrisþega varpað á dyr Ellilífeyrisþega var kastað út af flokksþingi Verkamannaflokksins í Bretlandi, eftir að hafa kallað fram í ræðu Jack Straw utanríkisráðherra. 28.9.2005 00:01 Harka gegn Hamas Ísraelsher hélt áfram hernaðaraðgerðum sínum í gær gegn herskáum Palestínumönnum. Ísraelar segja hörkuna nauðsynlega en Hamas telur að verið sé að veikja samtökin í pólitísku tilliti. 28.9.2005 00:01 Sjálfsmorðssprengja í Kabúl Sjálfsmorðsprengjumaður á mótorhjóli sprengdi vítisvél sína fyrir utan þjálfunarbúðir hermanna í Kabúl í gær með þeim afleiðingum að níu létust og 28 særðust. 28.9.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Ahtisaari er líklegur Miklar getgátur eru nú uppi um hver mun hreppa Friðarverðlaun Nóbels, en tilkynnt verður um hverjir tilnefndir eru 7. október næstkomandi. 29.9.2005 00:01
Kjósa um friðarsamkomulag Íbúðar Norður-Afríkulandsins Alsír kusu í gær um friðarsamkomulag, sem ríkisstjórnin trúir að muni hjálpa landinu við að rétta úr kútnum eftir 13 ára uppreisn heittrúaðra íslamstrúarmanna. Andstæðingar segja hins vegar að samkomulagið muni einungis hvítþvo glæpina sem áttu sér stað á þessum árum. 29.9.2005 00:01
Hollensku lögin rýmkuð Hollenska ríkisstjórnin ætlar sér að auka við lög um líknardráp þar í landi, og setja viðmiðunarreglur um hvenær læknar megi binda enda á líf dauðvona nýbura, séu foreldrar samþykkir því. 29.9.2005 00:01
Hollensku lögin rýmkuð Hollenska ríkisstjórnin ætlar sér að auka við lög um líknardráp þar í landi, og setja viðmiðunarreglur um hvenær læknar megi binda enda á líf dauðvona nýbura, séu foreldrar samþykkir því. 29.9.2005 00:01
Hlaut afgerandi kosningu Tilnefning John Roberts í stöðu hæstaréttardómara í Bandaríkjunum, var staðfest í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. Ákvörðun Georg Bush um að tilnefna Roberts var mjög umdeild á sínum tíma en hann fékk engu að síður afgerandi kosningu. 29.9.2005 00:01
50 látnir - 100 særðir Að minnsta kosti 50 manns eru sagðar látnir og 100 særðir eftir að röð bílsprengna sprakk norður af Bagdad fyrir stundu. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um ódæðið að svo stöddu. 29.9.2005 00:01
Fóstur í póstsendingu Lögreglumönnum rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar þrjú fóstur fundust í póstsendingu á leið til Miami í gær. </font /> 29.9.2005 00:01
Brjótast milli heimsálfa Í það minnsta tveir létust þegar um sex hundruð manns reyndu að brjóta sér leið til Spánar yfir landamæri Marokkós. 29.9.2005 00:01
Fá að snúa til baka Fleiri íbúar New Orleans mega snúa aftur til borgarinnar á morgun, en margir þeirra hafa ekki að neinu að hverfa. Sum hverfi hafa hreinlega þurrkast út. Íbúar átta tiltekinna póstnúmerasvæða mega vitja heimila sinna snemma í fyrramálið. 29.9.2005 00:01
Huntley-dómur staðfestur Hæstiréttur Bretlands hefur staðfest fjörutíu ára fangelsisdóm yfir Ian Huntley sem myrti vinkonurnar Jessicu Chapman og Holly Wells. 29.9.2005 00:01
Skógareldar í Kaliforníu Miklir skógareldar geisa nú við Los Angeles. Þrettán hundruð slökkviliðsmönnum gengur lítið sem ekkert að ráða við þá. 29.9.2005 00:01
Bretum blöskrar óhollustan Bretum blöskrar óhollustan í grunnskólum landsins og vilja hamborgara og pítsur burt úr mötuneytunum með lögum hið snarasta. Sælgæti, snakk og gos í skólastofunni mun einnig heyra sögunni til 29.9.2005 00:01
Töf á aðildarsamningum við Tyrki? Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands, segir að samninganefnd Tyrklands í fyrirhuguðum aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði ekki send til að hefja viðræðurnar nema henni berist fyrst skjalið sem geymir samningsumboð ESB. "Auðvitað er hugsanlegt að viðræðurnar hefjist ekki," sagði hann, en áformað var að þær hæfust á mánudag. 29.9.2005 00:01
Yfir 60 manns sprengdir í Írak Þrír sjálfsmorðssprengjumenn sprengdu í gær nær samtímis bílsprengjur í bæ norður af Bagdad, þar sem flestir íbúar eru sjía-múslimar. Að minnsta kosti sextíu manns létu lífið og um 70 særðust, að því er sjúkrahúslæknir greindi frá. Fimm bandarískir hermenn féllu í sprengingu í bæ í vesturhluta landsins. 29.9.2005 00:01
Abu Ghraib-myndir skulu afhentar Aðgangur skal veittur að áður óbirtum ljósmyndum af misþyrmingum á föngum í Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdad. Þetta var niðurstaða bandarísks alríkisdómara í New York, en hann gekk þvert á vilja bandarískra stjórnvalda sem segja dreifingu myndanna skaða ímynd Bandaríkjanna. 29.9.2005 00:01
Lögregla ásökuð um gripdeildir Talsmenn lögreglunnar í New Orleans greindu frá því í gær að hafin væri rannsókn á því hvað hæft væri í ásökunum um að á annan tug lögreglumanna hefðu gerst sekir um þátttöku í gripdeildum í ringulreiðinni í kjölfar fellibylsins Katrínar. 29.9.2005 00:01
Kanadaher haldið á horriminni Kanadíski herinn er "veiklaður" og allt of litlu fjármagni er varið til varna landsins. Þetta er niðurstaða skýrslu sem unnin var á vegum öldungadeildar kanadíska þingsins og birt var í gær. 29.9.2005 00:01
Næstæðsti maður al-Qaida drepinn Bandarískar og íraskar öryggissveitir hafa ráðið annan valdamesta yfirmann innan hryðjuverkasamtakanna al-Qaida í Bagdad af dögum. Abdullah Abu Azzam er talinn hafa skipulagt fjölda sjálfsmorðsárása í borginni síðan í apríl sem orðið hafa hundruðum að bana en fimmtíu þúsund dollarar voru settir honum til höfuðs eða rúmlega þrjár milljónir króna. 28.9.2005 00:01
England dæmd í 3 ára fangelsi Lynndie England, sem í gær var fundin sek um að hafa misþyrmt og niðurlægt íraska fanga í Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdad, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi. Baðst England afsökunar á framferði sínu eftir að dómurinn var kveðinn upp en sagðist jafnframt hafa gert það að undirlagi þáverandi unnusta síns, sem einnig var hermaður. 28.9.2005 00:01
Vara við flóðum vegna fellibyls Yfirvöld í Víetnam gáfu í dag út flóðaviðvaranir í kjölfar þess að fellibylurinn Damrey reið yfir norður- og miðhluta landsins. Þegar hafa fimm látist af völdum fellibylsins í landinu. Yfirvöld höfðu komið upp sjóvarnargörðum til þess að reyna að koma í veg fyrir flóð vegna fellibylsins en skörð komu í garðana þannig að það flæddi m.a. yfir hrísgrjónaakra á svæðinu. 28.9.2005 00:01
Tilbúnir til viðræðna við Taívana Kínversk stjórnvöld segjast tilbúin hvenær sem er til að hefja viðræður við Taívan um samband þessara tveggja þjóða. Li Wei Yi, talsmaður Kína í málum Taívana, sagði í yfirlýsingu sem stjórnvöld sendu frá sér í gær að mikilvægt væri fyrir báða aðila að gott samkomulag væri þarna á milli og að unnið yrði í því að bæta þau. 28.9.2005 00:01
Rafmagn fór af Gasaborg eftir árás Allt rafmagn fór af Gasaborg eftir að Ísraelsher skaut tugum eldflauga á svæðið í gærkvöld skömmu eftir að herskáir Palestínumenn höfðu lofað að hætta árásum en síðan skotið eldflaug á Ísrael. 28.9.2005 00:01
Mannskætt rútuslys í Perú Að minnsta kosti átján manns létust og 40 slösuðust þegar tvær rútubifreiðar lentu í árekstri á hraðbraut í Perú í gærkvöld. Slysið varð 270 kílómetra suður af höfuðborginni Lima þegar önnur rútan reyndi að fara fram úr bíl en ók þá í veg fyrir aðra rútu sem kom úr gagnstæðri átt. 28.9.2005 00:01
Tekinn af lífi fyrir morð Alan Matheney var tekinn af lífi í Indiana í Bandaríkjunum í nótt að íslenskum tíma. Matheney var dæmdur til dauða fyrir morðið á fyrrverandi eiginkonu sinni. Morðið framdi hann árið 1989 þegar hann fékk átta klukkustunda langt leyfi úr fangelsi þar sem hann afplánaði fyrri fangelsisdóm fyrir að hafa ráðist á eiginkonuna fyrrverandi, nauðgað henni og skilið eftir nær dauða en lífi. 28.9.2005 00:01
Leituðu músar í flugvél Heldur óvenjulegur laumufarþegi fannst í flugvél á vegum Qatar Airways þegar verið var að undirbúa flugtak frá flugvellinum í Maníla á dögunum. Einn úr áhöfinni kom þá auga á litla mús sem skaust á milli sæta í farþegarými vélarinnar. Flugstjórinn greip til þess ráðs að skipa öllum 250 farþegunum að fara út út vélinni á meðan reynt var að ná nagdýrinu. 28.9.2005 00:01
Margir særðir eftir sprengjuárás <font size="2"> Sjálfsmorðssprengjuárás var gerð við nýliðaskráningu í bænum Tal Afar í Írak rétt í þessu. Árásarmaðurinn lést sjálfur í árásinni og að minnsta kosti sautján manns særðust í árásinni. Engar fréttir hafa enn borist af því að aðrir en árásarmaðurinn hafi farist í árásinni. </font> 28.9.2005 00:01
Hyggjast banna ruslfæði í skólum Ruth Kelly, menntamálaráðaherra Bretlands, tilkynnir í dag á þingi Verkamannaflokksins að til standi að banna allt ruslfæði í breskum skólum innan árs í viðleitni til að bæta heilsu breskra barna. Umræða um hollari máltíðir í skólum komst í hámæli í kosningunum í Bretlandi í vor en þá vakti sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver athygli á málinu og hefur hann leitt baráttuna fram til þessa. 28.9.2005 00:01
Nýr landsstjóri í Kanada Michaëlle Jean sór í gær embættiseið sem nýr landsstjóri í Kanada en hún er fyrsti blökkumaðurinn sem gegnir þessu embætti. Skipan hennar hefur verið vel tekið víðast hvar í Kanada en var þó ekki óumdeild. Landsstjórinn er fulltrúi Bretadrottningar sem er eiginlegur þjóðhöfðingi Kanada. 28.9.2005 00:01
Ósátt við að sleppa úr fangelsi Sylvia Hardy, 73 ára ensk kona á eftirlaunum, var allt annað en sátt þegar henni var sleppt úr fangelsi, tveimur dögum eftir að hún hóf afplánun vikulangs fangelsisdóms. Hardy neitað að borga andvirði tæpra 6000 króna í skatta í mótmælaskyni við skattahækkanir sveitarfélagsins síns. 28.9.2005 00:01
Lögreglustjóri New Orleans hættir Lögreglustjórinn í New Orelans hefur sagt starfi sínu lausu, fjórum vikum eftir að fellibylurinn Katrín reið þar yfir. Samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins gaf hann engar skýringar á brotthvarfi sínu og þá neitaði hann að svara spurningum fréttamanna um málið. 28.9.2005 00:01
Skortur á iðrun kostnaðarsamur Reiði og streita í kjölfar bílslysa kostar bresk tryggingfélög og bíleigendur miljónir punda á hverju ári. Nýleg bresk rannsókn bendir til þess að skortur á iðrun og þá afsökun ökumanna sem valda umferðaslysum leiði til þess að ökumenn ýkja bæði líkamlega áverka og tjón á farartækjum. 28.9.2005 00:01
Aftur ráðist á ráðningarstöð Að minnsta kosti sjö létust og 37 særðust þegar kona sprengdi sig í loft upp við ráðningarstöð írakska hersins í bænum Tal Afar nærri landamærum Sýrlands í dag. Nokkur fjöldi manna var á staðnum að skrá sig í herinn þegar árásin var gerð, en sams konar árás var gerð við ráðningarstöð í bænum Bakúba í gær. Þar létust tíu og 30 særðust. 28.9.2005 00:01
Birgja sig upp af fuglaflensulyfi Yfirvöld á Taílandi hafa komið sér upp miklum birgðum af lyfinu Tamiflu sem er eina þekkta lyfið sem hægt er að nota gegn fuglaflensu í mönnum. Með þessu vilja stjórnvöld vera við öllu búin ef veikin verður að faraldri í landinu, en fuglaflensa greindist í fólki í landinu á síðasta ári. 28.9.2005 00:01
Viðræður hefjast á ný í Þýskalandi Gerhard Schröder, leiðtogi Jafnaðarmanna, og Angela Merkel, leiðtog Kristilegra demókrata, hefja í dag aftur viðræður um myndun samsteypustjórnar í Þýskalandi í kjölfar kosninga til þýska sambandsþingsins 18. september síðastliðinn. Viðræður hófust í síðustu viku en upp úr þeim slitnaði þar sem bæði Merkel og Schröder gerðu bæði tilkall til kanslaraembættisins, en fylkingar þeirra fengu svipað fylgi í kosningunum. 28.9.2005 00:01
Írakar reiðir vegna dóms Reiði braust út meðal almennings í Írak þegar kunnugt varð að Lynndie England fengi aðeins þriggja ára fangelsisdóm fyrir að misþyrma og niðurlægja írakska fanga í Abu Ghraib fangelsinu. 28.9.2005 00:01
Hryllingssögur hafi verið ýktar Komið hefur í ljós að hryllingssögur frá New Orleans í kjölfar þess að fellibylurinn Katrín reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna voru orðum auknar eða jafnvel uppspuni frá rótum. Þetta þykir áfall fyrir bandaríska fjölmiðla. 28.9.2005 00:01
Járnaldarfrú finnst í Danmörku 1600 ára gamalt lík af konu fannst í Taastrup í Danmörku á mánudag. Konan, sem hefur nú hlotið hefur nafnið Járnaldarfrúin, hefur að líkindum verið öldruð þegar hún lést, en líkið hefur varðveist mjög vel. Það sama gildir um dýrindis perluklæði hennar og skartgripi sem þykja benda til að hún hafi verið af háum stigum. 28.9.2005 00:01
Ráðist á hersveitir í Kabúl Níu létust og 27 særðust í sjálfsmorðssprengjuárás á afganskar hersveitir í Kabúl fyrir stundu. Ekki hafa enn borist fregnir af því hver ber ábyrgð á árásinni. Hermennirnir sátu í rútu á leið frá þjálfunarbúðum í útjarðri borgarinnar. Þrjár aðrar rútur skemmdust í sprengingunni. 28.9.2005 00:01
Enga óhollustu í breskum skólum Nemendur í breskum skólum mun innan árs aðeins vera borinn á borð hollur matur í skólamötuneytum. Banna á allan fituríkan mat, saltan og sykraðan í mötuneytum í enskum skólum og jafnframt alla sjálfsala sem selja gos og sælgæti. 28.9.2005 00:01
Talíbanar lýsa yfir ábyrgð Talíbanar hafa lýst yfir ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni sem gerð var á afganskar hersveitir í Kabúl í dag. Níu létust og tuttugu og sjö særðust í árásinni. 28.9.2005 00:01
Hyggjast hraða stjórnarmyndun Kazimierz Marcinkiewicz, sem væntanlega verður næsti forsætisráðherra Póllands, hét því í gær að mynda "sterka og stöðuga" ríkisstjórn, er hægriflokkarnir tveir sem unnu nýafstaðnar þingkosningar settu sig í stellingar til að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 28.9.2005 00:01
Þreifingar í Þýskalandi Aðstoðarmenn Gerhards Schröder, fráfarandi kanslara Þýskalands úr Jafnaðarmannaflokknum, og Angelu Merkel, formanns Kristilegra demókrata, sýndu engin merki um vilja til málamiðlunar í deilunni um það hvort þeirra ætti að verða kanslari er forystumenn beggja flokka settust niður í gær til að halda áfram þreifingum um hugsanlegt stjórnarsamstarf. 28.9.2005 00:01
Ellilífeyrisþega varpað á dyr Ellilífeyrisþega var kastað út af flokksþingi Verkamannaflokksins í Bretlandi, eftir að hafa kallað fram í ræðu Jack Straw utanríkisráðherra. 28.9.2005 00:01
Harka gegn Hamas Ísraelsher hélt áfram hernaðaraðgerðum sínum í gær gegn herskáum Palestínumönnum. Ísraelar segja hörkuna nauðsynlega en Hamas telur að verið sé að veikja samtökin í pólitísku tilliti. 28.9.2005 00:01
Sjálfsmorðssprengja í Kabúl Sjálfsmorðsprengjumaður á mótorhjóli sprengdi vítisvél sína fyrir utan þjálfunarbúðir hermanna í Kabúl í gær með þeim afleiðingum að níu létust og 28 særðust. 28.9.2005 00:01