Erlent

Íbúðaverð vel yfir meðallagi

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu er komið vel yfir meðallag íbúðaverðs í helstu höfuðborgum Evrópu. Í franskri könnun, sem reyndar nær ekki til Íslands, kemur í ljós að meðalverð íbúðarhúsnæðis er hæst í Lúxemborg, eða 35 milljónir króna, og næsthæst í Bern í Sviss, 31,5 milljónir. Samkvæmt fasteignamatinu hér er meðalverðið 22 til 23 milljónir en aðeins rúmar 14 milljónir í Aþenu og tæpar 14 milljónir í Brussel í Belgíu, svo nokkur dæmi séu tekin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×