Erlent

Jörð skelfur á Papúa Nýju-Gíneu

Snarpur Jarðskjálfti skók Papúa Nýju-Gíneu í Suður-Kyrrahafi í gær. Ekki hefur fengið staðfest nákvæmlega hversu öflugur hann er en talið er að hann hafi verið á bilinu 6,1 til 6,8 á Richter. Engar fregnir hafa borist af manntjóni eða skemmdum á mannvirkjum en það gæti átt eftir að breytast þar sem skjálftinn var úti fyrir ströndum afskekktra héraða. Þetta er annar öflugi skjálftinn sem skekur Papúa Nýju-Gíneu í mánuðinum en 9. september varð þar skjálfti upp á 7,3 á Richter.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×