Erlent

Lífverði al-Sadr sýnt banatilræði

Tveir féllu og fimm særðust eftir að sprengja, sem komið var fyrir á heimili lífvarðar sjítamúslimans Moqtada al-Sadrs í Írak, sprakk í gærkvöld. Fórnarlömbin voru ættingjar lífvarðarins sem hafði margoft fengið viðvörun um að yfirgefa samtök al-Sadrs. George Bush, forseti Bandaríkjanna, varaði í gær við auknu ofbeldi í Írak á næstu vikum, eða þangað til íraska þjóðin gengur til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá landsins. Í fyrradag tilkynntu bandarískar og íraskar hersveitir um að þær hefðu drepið Abdullah Abu Azzam, næstvaldamesta liðsmann al-Qaida, og að aðeins væri tímaspursmál hvenær al-Zarqawi, yfirmaður al-Qaida í Írak, færi sömu leið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×