Erlent

120 látnir af völdum Damrey

Að minnsta kosti 120 hafa fundist látnir eftir yfirreið fellibylsins Damrey yfir nokkur lönd í Asíu. Flestir létust í Víetnam, um 50 manns, þegar skyndiflóð urðu í norðurhluta landsins í kjölfar úrhellis sem fylgdi fellibylnum. Gripið hafði verið til mikilla varúðarráðstafana vegna fellibylsins og þurftu m.a. 330 þúsund manns að yfirgefa heimili sín í Víetnam en engu að síður létust margir þar sem erfitt reyndist að spá fyrir um skyndiflóðin. Yfir tíu þúsund heimili og skólar hafa eyðilagst í Víetnam vegna bylsins og þá stórskemmdust sjóvarnargarðar sem komið hafði verið upp við norðurströndina til að verja hrísgrjónaakra. 25 létust í Kína af völdum bylsins og 16 á Fillippseyjum auk þess sem fregnir af mann- og eignatjóni hafa einnig borist frá Taílandi og Laos.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×