Erlent

Skógareldar í Kaliforníu

Miklir skógareldar geisa á tveim stöðum í Kaliforníu. Rúmlega 1500 hektarar lands hafa nú orðið eldinum að bráð og fjölmargir hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Eitt þúsund slökkviliðsmenn berjast nú við eldana og nú fyrir stundu gaf bandaríska veðurstofan út vindviðvörun í Suðvestur-Kaliforníu þar sem vindhraðinn er nú 64 kílómetrar á mínútu og því talið að eldarnir geti breiðst hratt út.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×