Erlent

SÞ óánægðar með Serba

Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir óánægju sinni með árangur Serba við að ná stríðsglæpamönnum en Ratko Mladic er þar efstur á lista. Mladic hefur verið á lista stríðsglæpadómstólsins í Haag síðan árið 1995 en talið er að hann hafi stjórnað aftökum þúsunda múslíma á stríðstímum. Forsætisráðherra landsins, Vojislav Kostunica, hefur heitið Sameinuðu þjóðunum að Serbía muni gera sitt besta til að ná Mladic en Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið Serbum frest til 20. nóvember. Þá hefur Serbía óskað eftir fjárhagslegri aðstoð til að geta orðið við ósk Sameinuðu þjóðanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×