Erlent

Sprengjuárás í Hilla í Írak

Að minnsta kosti sjö manns fórust og yfir 30 eru særðir eftir að bílsprengja sprakk í borginni Hilla í Írak í morgun. Árásin kemur í kjölfar sprengjuárásar sem varð yfir 50 manns að bana í borginni Balad, um 90 kílómetra norðan við Bagdad í gærkvöld. Þá er talið að minnsta kosti 100 manns hafi særst í sprengingunum. Sjálfsmorðssprengjuárásum fjölgar stöðugt í Írak og líður vart sá dagur sem hryðjuverkasamtökin al-Qaida lýsa ekki ábyrgð árásum af einhverju tagi en samtökin hafa sagt að þannig verði það þar til þeir hafi náð völdum í landinu og Bandaríkjamenn verði horfnir á bak og burt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×