Erlent

Hundruð flýja vegna skógarelda

Yfir 300 slökkviliðsmenn berjast nú við skógarelda sem breiðst hafa út um tæplega 7000 hektara svæði í úthverfum Los Angeles borgar að undanförnu. Mörg hundruð manns hafa orðið að flýja heimili sín og hefur eldurinn eyðilagt að minnsta kosti eitt hús og valdið stórskemmdum á fleirum, en óttast er að talan muni hækka mikið á næstu dögum. Enginn hefur látist af völdum eldanna en slökkviliðsmenn segja ástandið alvarlegt og að illa gangi að ráða niðurlögum eldsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×